Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Síða 17

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Síða 17
15 „Þær koma víst aftur“, sagði álamóðirin. „En svo þar ofan á drakk hann brennivín". „Æ, æ, þá koma þær aldrei aftur“, sagði álamóðirin upp yfir sig, „brennivínið grefur álinn“. „Og þess vegna á maður alt af að drekka brennivínsstaup með þeim rétti“, sagði álabóndinn. Og þessi saga varð næfurgulls þráðurinn, þráður léttlyndis í lífi Jörgens. Hann vildi líka komast dálítið út fyrir dyrnar, „ofur lítið upp eftir ánni“, það er að segja, komast á skipi út í heiminn, og fóstran sagði eins og álamóðirin, það væru til svo margir vondir menn, álastingarar, en ofurlítið út fyrir sandhólana, dálítið út á heiðina, það mátti hann fara, og það átti hann nú að fara. Og nú komu fjórir dagar, unaðslegustu dagarnir í allri hans barnæsku, alt indæli Jótlands falst í þessum dögum, heimili, unaður og sól- skin; hann átti að fara í veislu — en erfisveisla var það nú reyndar. Svo stóð á, að stórefnaður bóndi, nákominn hjónunum, fiski- manninum og konu hans, var dáinn. Búgarður hans lá langt uppi í landi „austur þar, og eitt strik til norðurs“ eins og kveðið var að orði. Þangað áttu fósturforeldrarnir að fara og Jörgen með þeim. Frá sandhólunum gengu þau yfir heiðarfláka og mýrlendi, uns þau komu á engjagrundina grænu, þar sem Skjærum-á rennur, áin sem er krökk af álum, þar sem álamóðirin bjó með dætrum sínum, sem vondu mennirnir stungu og skáru í stykki; en sannast að segja hefur mönnum oft og einatt ekki farist betur við með- bræður sína. Einnig herra Bugge dómari var myrtur af vondum mönnum og alt hvað ,,góður“ hann var kallaður, þá ætlaði hann þó að drepa byggingameistarann, sem bygði fyrir hann höllina með hræðilega turninum og þykku múrunum, einmitt þar sem Jörgen var staddur núna með fósturforeldrum sínum, en það var þar sem Skjærum-á rennur í Nissum-fjörð. Víggarðsbrekkuna mátti enn sjá og rauðu múrsteinsbrotin alt umhverfis. Þar átti Bugge riddari að hafa sagt við svein sinn, er byggingameistarinn var kominn stað: „Farðu á eftir honum og segðu: „Meistari góður, turninn hallast!11, snúi hann sér þá við, þá skaltu drepa hann og taka pen- ingana, sem hann fékk hjá mér, en snúi hann sér ekki við, þá skaltu láta hann fara í friði“. Þessari skipun hlýddi sveinninn og hyggingameistarinn svaraði: „Ekki hallast turninn, en einhvern-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.