Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Page 22

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Page 22
20 var komið heim aftur og lá á Hringkaupangsfirði og hann fór á land og heim til Húsbæjar-Sandhóla, en fóstra hans hafði andast á meðan hann var í sjóferðinni. Veturinn eftir var hinn harðasti, snjóbyljir æddu yfir láð og lög og fannkyngi svo mikið, að ekki varð áfram komist. En hvað þessu þó er misjafnlega tilhagað í heiminum, hérna gaddhörkukuldi, en á sama tíma sólskinshiti suður á Spáni, og enda mikils til of heitt, en hvað sem um það var, þegar hér heima var frost og skafheið- ríkja og Jörgen sá álftirnar fljúga úr hafi í stórhópum yfir Nissum- fjörð og upp til Norður-Vorborgar, þá fanst honum samt, að hér drægi maður andann ljúfast og frjálsast og hér væri líka sumar- indæli; hann sá í huga sínum heiðina alblómgaða og þakta full- vöxnum, safaríkum berjum, og hann sá í huganum linditrén og ylli- runnana við Norður-Vorborg með fullu blómskrúði og þangað þurfti hann endilega að komast enn þá einu sinni. Nú fór að líða að vorinu og byrjuðu sjóróðrar og fiskveiðar, og var Jörgen látinn hjálpa til. Hann hafði vaxið seinasta árið og var orðinn röskleikapiltur, til hvers sem honum var fengið að gera. Hann var fjörkálfur, syndur vel og gat troðið marvaðann, bylt sér alla vega og botnvelst í sjónum; oft hafði hann verið beðinn að vara sig á makríltorfunum, því þær eru vísar til að taka sundmennina, draga þá niður í sjóinn, og eta þá, og segir þá ekki af þeim framar. En það átti nú ekki að liggja fyrir Jörgen. Hjá nábúa þeirra í sandhólunum var piltur nokkur, Morten að nafni, og kom þeim Jörgen vel saman. Þeir réðu sig á skip, sem var í Noregsferðum; þeir komu og til Hollands og bar þeim aldrei neitt á milli, en aldrei er að vita nema þess konar geti komið fyrir og séu menn vanstiltir að upplagi, þá getur þeim auðveldlega orðið að hlaupa á sig og svo fór líka einu sinni fyrir Jörgen, er þeim lenti saman í orðaþrasi úti á skipinu, og það, að heita mátti, út af engu. Þeir sátu sem sé að baka til við káetuna og voru að borða úr eirskál, sem þeir höfðu á milli sín; Jörgen hélt á sjálfskeiðungi og otaði honum að Morten, en varð í sama bili náfölur í framan og svipillur til augnanna. Morten varð ekki annað að orði en þetta: „Já, já. Þú ert þá einn af þeim, sem hafa það til, að bregða fyrir sig hnífnum".
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.