Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Síða 23

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Síða 23
21 Óðar en orðin voru töluð lét Jörgen höndina síga niður, hann mælti ekki orð, en borðaði matinn sinn, og gekk síðan til starfs síns, og er þeir hittust aftur að afloknum verkum sínum, vék hann sér að Morten og mælti: „Sláðu mig bara beint í andlitið, eg á ekki betra skilið, það er í mér, eins og jólapottur, sem upp úr vill sjóða á stundum“. „Látum það gott heita“, sagði Morten, og voru þeir nú næstum hálfu betri vinir en áður, og þegar þeir voru aftur heim komnir á jóskar slóðir, í sandhólabygðirnar, þá mintust þeir á það, sem á undan var farið; þá bar þetta líka á góma. Það gæti reyndar soðið í Jörgen og soðið upp úr, en ærlegur væri samt potturinn, Jóti væri hann ekki hvort sem væri, og Jóti gæti hann ekki heitið, og var það hnittilega sagt af Morten. Báðir voru þeir ungir og hraustir og vel vaxnir og limasterkir, en Jörgen var liðugri. Norður í Noregi fer bændafólk til selja og færir fénaðinn í hag- lendi á fjallhálendinu, en á vesturströnd Jótlands hafa reistar verið búðir innan um sandhólana, timbraðar úr skipsflökum og þaktar heiðartorfi og lyngi, eru rúm í þeim hringinn í kring með veggjum fram og þarna sefur verfólkið á öndverðu vori; hefir hver ver- maður sína beitustúlku, en verk beitustúlkna er það að beita öngl- ana, færa fiskimönnum heitt öl, er þeir lenda, og hafa til matinn handa þeim, þegar þeir koma þreyttir heim til búða. Beitustúlk- urnar bera líka fiskinn úr bátunum og slægja hann, og hafa þær nóg að gera. Þeir voru í búð saman, Jörgen og fóstri hans og tveir vermenn aðrir með beitustúlkum sínum. Morten hafði byggistöðu sína í næstu búð. Nú var ein af stúlkunum, Elsa að nafni, sem Jörgen hafði þekt frá því hún var lítil og kom þeim mjög vel saman, enda voru þau skaplík í mörgu, en að ytri ásýnd gat ekki tvent verið ólíkara, því Jörgen var hörundsdökkur, en hún hörundsljós með hörgult hár og sæblá augu. Það var einhvern dag, er þau gengu saman og Jörgen hélt í hendi hennar fast og innilega, þá segir hún við hann: „Heyrðu, Jörgen, það er dálítið, sem liggur mér á hjarta. Taktu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.