Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Síða 23
21
Óðar en orðin voru töluð lét Jörgen höndina síga niður, hann
mælti ekki orð, en borðaði matinn sinn, og gekk síðan til starfs
síns, og er þeir hittust aftur að afloknum verkum sínum, vék hann
sér að Morten og mælti:
„Sláðu mig bara beint í andlitið, eg á ekki betra skilið, það er í
mér, eins og jólapottur, sem upp úr vill sjóða á stundum“.
„Látum það gott heita“, sagði Morten, og voru þeir nú næstum
hálfu betri vinir en áður, og þegar þeir voru aftur heim komnir á
jóskar slóðir, í sandhólabygðirnar, þá mintust þeir á það, sem á
undan var farið; þá bar þetta líka á góma. Það gæti reyndar soðið
í Jörgen og soðið upp úr, en ærlegur væri samt potturinn, Jóti væri
hann ekki hvort sem væri, og Jóti gæti hann ekki heitið, og var
það hnittilega sagt af Morten.
Báðir voru þeir ungir og hraustir og vel vaxnir og limasterkir,
en Jörgen var liðugri.
Norður í Noregi fer bændafólk til selja og færir fénaðinn í hag-
lendi á fjallhálendinu, en á vesturströnd Jótlands hafa reistar verið
búðir innan um sandhólana, timbraðar úr skipsflökum og þaktar
heiðartorfi og lyngi, eru rúm í þeim hringinn í kring með veggjum
fram og þarna sefur verfólkið á öndverðu vori; hefir hver ver-
maður sína beitustúlku, en verk beitustúlkna er það að beita öngl-
ana, færa fiskimönnum heitt öl, er þeir lenda, og hafa til matinn
handa þeim, þegar þeir koma þreyttir heim til búða. Beitustúlk-
urnar bera líka fiskinn úr bátunum og slægja hann, og hafa þær
nóg að gera.
Þeir voru í búð saman, Jörgen og fóstri hans og tveir vermenn
aðrir með beitustúlkum sínum. Morten hafði byggistöðu sína í
næstu búð.
Nú var ein af stúlkunum, Elsa að nafni, sem Jörgen hafði þekt
frá því hún var lítil og kom þeim mjög vel saman, enda voru þau
skaplík í mörgu, en að ytri ásýnd gat ekki tvent verið ólíkara, því
Jörgen var hörundsdökkur, en hún hörundsljós með hörgult hár og
sæblá augu.
Það var einhvern dag, er þau gengu saman og Jörgen hélt í hendi
hennar fast og innilega, þá segir hún við hann:
„Heyrðu, Jörgen, það er dálítið, sem liggur mér á hjarta. Taktu