Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Side 24

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Side 24
22 mig ekki fyrir beitustúlku, því þú ert eins og bróðir minn, en svo er um hann Morten, sem hefir ráðið mig, að hann er unnusti minn — en það er nú ekki vert að hafa það á orði við hina“. Og Jörgen fanst, er hann heyrði þetta, eins og sandurinn dúaði allur undir fótum sér, en ekki mælti hann orð frá munni, heldur kinkaði aðeins kolli og það var nú sama sem jáyrði og þurfti ekki meira, en það fann hann samstundis í hjarta sínu, að héðan af gat hann ekki litið Morten réttu auga — og því lengur sem hann hugs- aði um þetta, og því betur sem hann fann, að um Elsu hafði hann aldrei hugsað á þá leið sem hann gerði nú, því ljósara varð honum það, að Morten hafði hnuplað frá honum því eina, sem honum þótti vænt um, og það var reyndar Elsa — nú höfðu opnast á honum augun. Ef sjór er ókyrr til muna og fiskimenn eru að koma að — sjáið þá, þegar þeir eru að fara yfir rifin. Einn sjómaðurinn stendur uppréttur fram í, hinir gefa gætur að honum sitjandi undir árum og róa knálega fyrir framan rifið þangað til maðurinn gefur þeim merki, að nú komi stærri boðinn, sem lyftir bátnum yfir, enda lyftir undir hann svo að kjölurinn sést úr landi. 1 næstu andránni er báturinn gersamlega hulinn af brimsjóunum fyrir framan; grillir þá hvergi í fleytu, fólk né mastur, það er eins og sjórinn hafi svelgt þá kvika. En einu augnabliki síðar kemur alt í Ijós aftur, skipið með mönnunum eins og einhver rammefld sjóskepna klifrandi upp á. bylgjuna og tifandi áfram með tíðum fótaburði áranna. Við ann- að og þriðja rifið fer á sömu leið og við hið fyrsta og nú stökkva fiskimenn útbyrðis og fara að setja, hver brimskellur hjálpar þeim, og léttir undir, uns þeir hafa komið skipinu alla leið upp úr flæðar- málinu. Röng skipun fyrir utan rifið eða minsta hik — engu má skakka, ella er úti um menn og skip. „Við Morten værum þá báðir frá í einu!“, — sú hugsun hafði runnið í huga Jörgens úti á sjónum. Samtímis hafði fóstri hans orðið snögglega fárveikur með megnri sóttriðu. Það var skamt fyrir utan ytsta rifið. Jörgen sprettur upp og stekkur fram í. „Lof mér, fóstri,“ sagði hann með augun hvarflandi yfir Morten og boðaföllin. Og er róið var sem fastast og stærsta bylgjan kom,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.