Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Page 30

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Page 30
28 Þegar liðið var vikum og mánuðum saman og loksins heilt ár, þá var tekinn fastur bófi nokkur, Níels að nafni, ýmist kallaður Níels þjófur eða Níels hrossasprangari, og þá skifti um til hins betra, þá kom það upp úr dúrnum hvílíkum rangindum Jörgen hafði orðið að sæta. Svo hafði til borið daginn áður en Jörgen fór og sama kvöldið og morðið var framið, að þeir Morten og Níels þjófur höfðu fundist hjá manni nokkrum fyrir norðan Hringkaupangsfjörð, hann var hjáleigubóndi og knæpu-haldari jafnframt og hjá honum höfðu þeir drukkið nokkur staup, sem reyndar ekki hefðu þurft að gera neinn drukkinn, en þau höfðu í meira lagi liðkað málbeinið á Morten; hann gerðist stórorður og kvaðst hafa eignast búgarð og vera í þann veginn að kvongast, og er Níels spurði hvar pening- amir væru til alls þessa, þá sló Morten drembilega á vasann og sagði: „Þeir eru þar sem þeir eiga að vera“. Þessi gortaraskapur varð honum að líftjóni, því þegar hann var farinn, þá veitti Níels honum eftirför og myrti hann með hnífs- stungu í hálsinn, til þess að ná peningunum, sem ekki voru til. Alt þetta var vandlega bókað með mörgum orðum, en oss nægir að vita að Jörgen var látinn laus. En hvað fekk hann í bætur fyrir það, sem hann ár og daga hafði orðið að þola í fangelsi og kulda, útskúfaður úr mannlegu félagi ? Jú, viti menn, honum var sagt, að það væri mikið lán fyrir hann, að hann væri saklaus, nú mætti hann fara. Bæjarstjórinn gaf hon- um tíu mörk í farareyri og ýmsir af borgurum bæjarins gáfu hon- um öl og góðan mat; það voru líka til góðir menn, það eru ekki allir, „sem stinga, flá og láta á pönnu“. En það sem best var af öllu, það var, að Brönne kaupmaður frá Skaga, hann einmitt, sem Jörgen fyrir einu ári hafði viljað ráða sig hjá á skip, hann var þá dagana staddur þar í bænum, eitthvað sinna erinda, og heyrði alt um sakamálið. Hann var hjartabesti maður og skildi bæði og fann til fulls hvað Jörgen mundi hafa liðið. Nú vildi hann gera honum eitthvað gott og bæta kjör hans, láta hann fá að reyna, að líka væru til góðir menn. Nú voru viðbrigði að hverfa úr fangelsi til frelsis, til himnaríkis, til kærleika og góðs hjartalags, nú var fyrir höndum að reyna það
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.