Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Page 35

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Page 35
33 Það mátti með sanni segja, að nú var hann orðinn gleðimaður, og vel var hann orðinn til holda og sællegur, eins og húsmóðirin sagði um hann, kona Brönne kaupmanns. „Og sama má segja um þig“, mælti kaupmaðurinn gamli. „Jörgen hefir upplífgað kvöldin hjá okkur og mömmu með. Þú hefir yngst á þessu ári; útlitið er bara fallegt. En þú varst líka laglegasta stúlk- an í Vébjörgum og það er mikið sagt, því þar hafa mér alténd þótt stúlkurnar einna laglegastar“. Jörgen lagði þar ekkert orð til, því það átti ekki við, en hann var að hugsa um eina frá Skaganum og til hennar sigldi hann norður eftir. Skipið lagði inn við Kristjánssand; hann var kominn þangað á hálfum degi, því fleygibyr var á eftir. Einn morgun gekk Brönne kaupmaður út að vitaturninum, sem stendur langt frá Gamla Skaga nálægt „Greininni". Það hafði verið slökt á vitanum fyrir löngu og sól var þegar hátt á lofti, er hann kom upp í turninn. Fulla mílu út frá ysta odda landsins liggja sand- rif neðan til sjáfar; þar úti fyrir mátti á þessum degi sjá fjölda skipa og þeirra meðal þóttist hann í sjónaukanum þekkja „Karen Brönne“, en svo hét skipið — og var það á uppsiglingu; þau Klara °g Jörgen voru á skipinu. I þeirra augum var vitaturn og kirkju- turn Skagans til að sjá í bláum sjónum eins og hegri og svanur. Klara sat við öldustokkinn og sá sandhólana smám saman vera að koma í ljós; héldist vindstaðan eins, gátu þau að hálfri stundu lið- inni verið komin heim; svo voru þau nálægt heimili sínu og gleð- inni — svo voru þau nálægt dauðanum og dauðaangistinni. En þá brast planki í skipinu og féll inn kolblár sjór, menn höfðu sig alla við að þétta og dæla, settu upp öll segl og drógu upp neyðar- flagg; skipið var enn þá fulla mílu frá landi, fiskibátar reyndar í augsýn, en langt, langt í burtu; vind bar að landi, en sjólítið var, svo að það dugði ekki til — skipið sökk. Jörgen brá hægri handlegg sínum yfir Klöru. Með hvílíku augnaráði horfði hún í augu honum, þegar hann í drottins nafni fleygði sér í sjóinn með hana; hún hljóðaði upp yfir sig, en um það gat hún verið örugg, að hann myndi ekki sleppa tökum. Það sem stóð í kvæðinu gamla, um kóngssoninn, er hann tók brúði sína í faðm sinn, það framkvæmdi Jörgen á hættunnar °g angistarinnar stund; nú kom það honum í góðar þarfir, að hann 3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.