Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 49

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 49
47 riddaranum og aldrei heim fara. Hún lagði hendur sínar um háls honum og söng, svo yndi var að heyra: Rennur bylgja úr djúpum döium, Dreifða rósum bakka flýr, Leitar út af ægi svölum, Aptur þaðan hún ei snýr. Þá grét fiskimaður, en hún lét það ekki á sér festa. Hún kyssti vin sinn og klappaði honum, en loksins sagði hann við hana: „Ún- dína! ef þú ekki viknar af harmi þessa gamla manns, þá rennur hann mér til rifja. Við skulum nú fara yfir til hans aptur“. Þá var sem Úndína undraðist, hún leit upp á hann með hinum stóru og bláu augum sínum og mælti: „Ef þér lízt svo — þá er eg viljug. Allt, sem þér þykir rétt, skal eg gera“. Því næst óð riddarinn með hana yfir sundið milli eyjarinnar og bakkans, sem kofinn stóð á. Þau hjónin komu til móts við þau og fögnuðu Úndínu með mestu ástúð og blíðu. — Nú var kominn dagur og skein morgunroðinn á vatnið, veðrinu var slegið í logn og fuglarnir súngu glatt á votum greinunum. Kona fiskimannsins bar morgunverð undir tré nokkur, sem stóðu að húsabaki og vissu út að vatninu; settust þau þar niður glöð í huga og lagðist Úndína niður í grasið við fætur riddarans, en hann tók því næst til frásagna. Frá því, er bar fyrir riddarann í skóginum „Fyrir rúmri viku síðan reið eg inn í ríkisborgina, sem liggur fyrir handan skóginn. Rétt eptir að eg var þángað kominn var haldin glæsileg burtreið og sparði eg þar hvorki hest minn né burtstöng. Einusinni þegar eg staðnæmdist við skeiðgrindina til að hvíla mig og tók af mér hjálminn, sá eg forkunnar fríða júngfrú skrautbúna, stóð hún uppi á loptsvölum nokkrum og horfði á. Sögðu þeir, sem næstir mér voru, að hún héti Bertalda og væri dóttir hertoga nokk- urs. Eg sá að hún tók eptir mér, og lagði eg nú alla stund á að sýna atgervi mína. Um kvöldið dansaði eg við hana og fór því fram hvem dag meðan burtreiðin stóð yfir“. —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.