Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Síða 54

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Síða 54
52 um þegar hún reiddist, það fór henni svo yndislega, og eptir á gerði hún ætíð gott úr dutlúngum sínum með hinu elskulegasta blíðlæti. Kom þar loksins, að hann skoðaði Úndínu einsog unnustu sína, og þókti honum sem enginn heimur væri fyrir handan vötnin. En þegar hann heyrði hest sinn hneggja á enginu, einsog hann minnti á riddaraskapinn, eða sverðið af tilviljun datt ofan af naglanum og rann úr slíðrunum, þá sefaði hann huga sinn með því að ímynda sér, að Úndína væri ekki fiskimanns dóttir, heldur mundi hún vera af göfugum ættum komin, frá ókunnu landi. Sárnaði honum ætíð þegar kona fiskimannsins setti ofan í við Úndínu í hans viðurvist og þókti nær sér höggið, en samt gat hann ekki láð henni, því Úndína fékk margfalt minni ávítur en hún átti skilið. Nú bar nokkuð það til, er skerði gleði þeirra. Þeir fiskimaðurinn og riddarinn höfðu ætíð verið vanir að drekka sér einn bikar víns að dagverði og eins að kvöldinu til, þegar veðrið var illt. Nú var allt það vin þrotið, sem fiskimaður hafði haft með sér úr borginni seinast fyrir flóðið, og voru þeir í illu skapi út af því. Úndína hló að þeim allan daginn og hafði gamansemi hennar ekki af þeim ólundina einsog endranær. Um kvöldið hljóp hún út og sagðist ekki lengur vilja horfa á ólundarsvip þeirra. En er myrkrið datt yfir, gekk upp veður mikið og kom ylgja í sjóinn; fóru þeir þá út fiski- maðurinn og riddarinn, en í því kom Úndína hlaupandi í fáng þeim og klappaði saman lófunum af feginleik. „Hvað fæ eg“, sagði hún, ,,ef eg útvega ykkur vín? En þið þurfið ekki að gefa mér neitt, verið þið bara dálítið kátari og skrafhreyfn- ari en þið hafið verið þenna lánga og leiðinlega dag. Komið með mér! Straumurinn hefir rekið ámu á land, og sé ekki vín á henni, þá skal eg sofa í heila viku“. Fóru þeir nú með henni og fundu ámu á bakkanum, sem var þessleg, að hún hefði vín að geyma. Veltu þeir henni heim að bæn- um í skyndi, því illviðrið dró yfir og sáu þeir í myrkrinum að sjór- inn rauk eins og mjöll á vatninu. Úndína hjálpaði þeim að velta, en rétt sem óveðrið ætlaði að skella á, kallaði hún með hótunarsvip upp til skýjanna: „Varaðu þig nú á því að gera okkur vot! við eigum lángt heim“. Fiskimaðurinn átaldi hana fyrir þetta og kallaði það syndsamlega ofdirfsku, en hún hló við og svaraði engu; náðu þau
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.