Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Page 56

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Page 56
54 Hjónavígslan Þá var barið hægt á kofadyrnar og fór felmtur um þau öll; þau horfðu ráðalaus hvert á annað, en þá var barið í annað sinn og heyrðist mæðilegt andvarp fyrir dyrum. Riddarinn greip til sverðs- ins, en fiskimaður sagði þá: ,,Sé þetta það, sem mig uggir, þá duga engin vopn“. Þá hljóp Úndína til dyra og kallaði óhrædd einsog í reiði: „Ef þér, jarðarandar! viljið gera óskunda hér, þá skal hann Kaldbrynnir segja ykkur til siðanna“. Hinum skaut enn meiri skelk í bríngu, er þau heyrðu þetta, en úti var svarað: „Eg er enginn jarðarandi, þó eg sé andi, sem enn býr í jarðneskum líkama. Ef þið óttizt guð og viljið hjálpa mér, þá ljúkið upp“. Lauk Úndína þá samstundis upp og lýsti með kolunni frammí niðamyrkrið og sást þá að það var gamall prestur, sem kominn var. Hrökk hann aptur á hæl af hræðslu, er hann sá slíka kvennfegurð og gat ekki öðru trúað en að það væri djöfulsins verk, að svo dásamleg mynd kom út úr jafn vesölu hreysi. Fór hann því að biðjast fyrir og mælti: „Allir góðir andar lofi drottin vorn herra!“ „Eg er engin vofa“, sagði Úndína brosandi. „Er eg þá svo Ijót? Þér sjáið og að mér bregður ekki við, þó þér biðjið til guðs. En beygi líka kné fyrir honum og kann að vegsama hann. Það gjörir raunar hver einsog honum er lagið, en til þess hefir hann skapað okkur. Gángið þér inn, æruverði faðir! — þér eruð til góðra manna kom- inn“. Presturinn hneigði sig djúpt í því hann gekk inn, og skimaði alla vega í kríngum sig; hann var blíður á svipinn og öldurmann- legur. Vatnið rann af klæðum hans, hærunum og hinu síða skeggi- Fiskimaðurinn og riddarinn leiddu hann inn í dálítinn klefa og fengu honum önnur föt. Riddarinn bauð honum skrautskikkju sína, en hann vildi ekki bera hana fyrir nokkurn mun, heldur fór hann í gráan og gamlan kufl af fiskimanninum. Gengu þeir nú inn í stofuna; húsfreyjan stóð upp og bauð presti að setjast í hæginda- stólinn, linnti hún ekki látum fyrr en hann lét að orðum hennar. „Þér eruð gamall og þreyttur“, sagði hún, „og þar til andlegrar stéttar". Úndína skaut fótskör þeirri, er hún var vön að sitja á,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.