Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Síða 57
55
undir fætur prestsins og var hún honum hin nákvæmasta og hugul-
samasta. Hvíslaði þá Huldubrandur einhverju að henni í gamni þar-
aðlútandi, en hún svaraði honum með alvörugefni: „Hann þjónar
þeim, sem hefir skapað okkur; — það er ekki til þess að hafa í
skopi“. Nú hressti presturinn sig á mat og drykk og sagði hann
þeim að daginn áður hefði hann lagt á stað frá klaustri sínu fyrir
handan vatnið og ætlað til biskups að segja honum, hvílíkur voði
klaustrinu stæði af hinu æðandi vatnsflóði, hefði hann um kvöldið
orðið að fá tvo ferjumenn til að róa sig yfir vog einn á vatninu.
„Þá brast ofviðrið á“, mælti hann, „og gerði hræðilegan sjógang
á vatninu, árarnar skullu útbyrðis úr höndum ferjumanna og hrökt-
umst við í ósjónum, þangað til bátnum hríngsneri og hvolfdi undir
okkur; volkaðist eg svo stundarkorn dauðhræddur, þángað til öld-
urnar köstuðu mér uppá eyna til ykkar“.
„Já, nú er hér ey“, segir fiskimaður, „en áður var það nes“.
„Eg þakka guði fyrir að hann frelsaði mig“, mælti presturinn,
,,og lét mig komast til svo góðra manna; ber mér því heldur að
þakka það, sem vel má vera, að eg ekki eigi héðan apturkvæmt".
„Hvernig þá?“ spurði fiskimaður.
„Eg er gamall og hrumur", ansaði prestur, „og hver veit nær
vatnsflóðinu lýkur, má vel vera að það gángi hærra og hærra og
breikki sundið milli eyjarinnar og skógarins svo að þér ekki hættið
yður yfrum á bátnum yðar, sem er lítill og veikbygður. En þeir
fáu, sem þekkja yður á meginlandinu, munu fljótt gleyma yður“.
Þá signdi kona fiskimannsins sig og mælti: „Guð almáttugur
varðveiti okkur frá því!“ Fiskimaðurinn hló og sagði: „Þig má
einu gilda, þú hefir ekki komið handan fyrir skóginn í mörg ár,
og engan séð nema okkur Úndínu, því riddarinn og presturinn eru
nýkomnir, og haldist flóðið, þá verða þeir hér innlyksa, svo þú
yrðir þá að minnsta kosti betur farin en áður“.
„En mér bregður einhvernveginn svo undarlega við“, sagði hús-
freyja, „að hugsa til þess, að við um aldur og æfi skulum vera
skilin frá öllu samneyti við aðra menn, hvort sem þeir eru okkur
kunnugir eða ókunnugir".
„Þú verður þá kyrr hjá okkur!“ sagði Úndína í hálfum hljóðum
við riddarann og hallaði höfði sínu upp að brjósti hans, blómleg