Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Page 61

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Page 61
59 Frá því, er gerðist daginn eptir brúðkaupið. Brúðhjónin vöknuðu við geisla morgunsólarinnar og faldi Úndína sig af blygðunarsemi undir sængurábreiðunni, en riddarinn lá með heilabrotum. 1 hvert skipti sem hann sofnaði um nóttina höfðu svefnfarir hans verið illar og bar fyrir hann hræðilegar sjónir, en ávallt er hann vaknaði við vondan draum, varð honum litið á Úndínu og hvíldi hún fögur og yndisleg við síðu hans, allt eins og Þegar hann sofnaði útaf við barm hennar. Þrýsti hann þá Ijúfum kossi á rósvarir hennar og sofnaði aptur, en vaknaði jafnan aptur með andfælum. En er hann hafði hugleitt þetta um morguninn, komst hann til þeirrar niðurstöðu, að allar grunsemdir sínar væru á engu byggðar; varð honum nú hugléttara og gekk hann glaður inní hina stofuna. Þau gömlu hjónin og presturinn sátu við arininn þegjandi og í þúngu skapi. En er þau sáu riddarann koma með svo glaðlegu yfir- bragði, fór af þeim allur áhyggjusvipur, og fiskimaður brá enda á saklaust glens við brúðgumann, svo að húsfrevjan gat ekki að sér gert að hlæja. Nú kom Úndína og lauk upp dyrunum; ætluðu þau þá öll að fara á móti henni og fagna henni, en staðnæmdust í sömu sporum af undrun, svo ókunnuglega og jafnframt svo kunnuglega kom hin únga kona þeim fyrir sjónir. Prestur gekk fyrst til hennar, lagði hendur í höfuð henni og blessaði hana, en hún kraup guð- ræknislega á kné fyrir honum og beiddi hann með auðmýktarfull- Um orðum að fyrirgefa sér alla þá heimsku, er henni hafði um munn farið daginn áður, og biðja rækilega fyrir sálu sinni. Því uæst stóð hún upp, kyssti fósturforeldra sína og þakkaði þeim allt hið góða, sem þau höfðu gert henni. „Nú finn eg það fyrst“, mælti hún, „hversu mikið eg á ykkur að þakka, þið elskulegu hjón!“ Svona var hún allan daginn stillt og blið og athugasöm, dálítil húsfreyja, en jafnframt því einsog blíð og blygðunarsöm júngfrú; hún til- neiddi morgunverðinn og leið ekki að kona fiskimannsins tæki hendi til, heldur annaðist hún allt. Gat prestur ekki haft af henni augun °g sagði við Huldubrand: „Herra riddari! mikla gersemi hefir góð- nr guð minn látið mig óverðugan selja yður í hendur. Gætið hennar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.