Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Side 62

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Side 62
60 einsog vera ber, og mun hún þá stuðla til yðar tímanlegu og eilífu velferðar". Þegar farið var að kvölda, vatt Úndína sér með blíðlátri auð- mýkt undir arm riddarans og dró hann með sér út úr bæjardyr- unum, þangað er sólin skein á hin skrúðgrænu engi og hin hávöxnu tré. Það var einsog hún byggi yfir einhverju leyndarmáli, sem hún varla þorði að ympra á, nema með andvörpum einum. Hún leiddi mann sinn þegjandi frá bænum þángað til þau komu á flóðbakk- ann; furðaði riddarinn sig á því að straumurinn var lækkaður og dreginn úr honum allur ofsi. „Á morgun“, sagði Úndína með rauna- svip, „verður hann alveg siginn fram og þá getur þú farið hvert sem þú vilt“. „En ekki nema svo að þú farir með mér“, ansaði riddarinn og hló við. „Það er allt undir sjálfum þér komið“, sagði hún með tárin í augunum. „Eg vona samt að þú ekki sleppir hendi af mér; mér þykir svo innilega vænt um þig. Berðu mig yfir á eyna litlu; þar skal verða skorið úr því. Eg gæti raunar stokkið stein af steini yfir vaðlana, en það fer svo vel um mig, þegar þú ber mig í faðminum, og ef þú útskúfar mér, þá hefi eg þó hvílt þar að skilnaði“. Huldubrandur komst við og óttaðist þó um leið; hann tók hana í fang sér, bar hana yfrum og lagði hana niður í grasið. Sjálfur ætlaði hann að setjast við hlið henni, en hún sagði: „Nei, sittu heldur andspænis mér. Eg vil sjá í augum þínum, hverju þú svarar mér áður en orðin líða þér af vörum. Heyr nú það sem eg ætla að segja og tak vel eptir. Það skaltu vita, elsku vinur! að i höfuðskepnunum búa verur, sem líkar eru ykkur mönnunum að sköpulagi og birtast ykkur þó harla sjaldan. Kynlegir andar sindra og hvæsa í logunum, dökk- álfarnir hamast í djúpi jarðarinnar, loftandar þjóta um skógana og vatnavættirnir lifa víðsvegar í sjónum, elfunum og lækjunum. Þeir búa í skærum krystallshvelfingum, og í gegnum þær má sjá sólina og himininn uppi yfir sér, háar kóralbjarkir ljóma þar í görðunum með bláum og rauðum aldinum, og er þar fagurt að ganga um mjallhvíta sanda og marglitar skeljar. Hin dýrðlegu stór- merki fornaldarinnar, sem ykkar kynslóð er ómakleg að sjá, þau hafa bárurnar hjúpað silfurblæjum sínum. Þar niðri skína hin glæsilegu minnismerki og skolast rennandi vatnslindum; klekja þær út fegurstu blómum og grænum sefjurtum, sem vindast upp
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.