Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Síða 69
67
Það var einsog bæn þeirra kæmi henni vel; hún lét sækja gígju
sina, strengdi hana og saung:
Ljómar árdagur,
Unaðsæl blóm
Á sefengi blikandi brosa,
Þar silfurbjört leikur við lá.
Hvað er það, sem í grasinu græna
Glóir svo fagurt?
Er það lilja frá ljósheimasal,
Liðin af himni í jarðardal?
Ongbarn það er,
Að blómum í leiðslu sem leikur
Og eptir sólar gulli grípur.
Hvaðan kom meyjan hin litla og ljúfa?
Fagra af fjarlægum ströndum
Báru hana öldur um ægi.
Seilstu’ ei með hendi ljósa og létta
1 loptið, barn! með káta lund,
Því enginn mun þér aptur rétta
Aumkvandi þýða líknar mund.
Ángandi blómin úngu skarta
Árgeislum móti, höfga svipt,
En enginn þrýstir þér að hjarta,
Þér var úr móðurfaðmi kippt.
Æ! veslíngs barn! þú vissir eigi
(I værum sjónum engill hló,)
Fyrr en þér norn á dimmum degi
Daprastan gleði missir bjó.
Hertogi frá eg hinnig ríði,
Með hjarta vafið þúngri sorg,
Kurteisi snjalla, kvenna prýði,
Kennir hann þér í sinni borg.
Þig lætur gæfan góðu mæta,
Göfguð er fegurð þín um lönd,
En ekkert má þér bölið bæta,
Er beiðstu fyrr á munarströnd.