Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Page 71
69
benti á þau. Gömlu hjónin hlupu um háls dóttur sinni, er þau
höfSu aptur fundið, og lofuðu drottin með feginstárum. En Bertalda
sleit sig úr faðmi þeirra í ofboði og reiði; þetta var meira en hið
drambsfulla hjarta hennar gæti þolað, helzt í sömu andránni, sem
hún hafði hugsað svo hátt, og búizt við að heyra, að hún væri
furstaættar eða konúngborin. Hélt hún að tJndína hefði skrökvað
þessu upp sér til óvirðingar. Lét hún því heyptyrði dynja yfir Ún-
dínu og gömlu hjónin, og hrutu henni af vörum óþvegin orð, og
nefndi hún meðal annars: „flagð“ og „undirstúngið illþýði". Gömlu
hjónin féllu í stafi og óskuðu með sjálfum sér, að hún væri ekki
dóttir sín. Úndína bliknaði upp og sagði við Bertöldu: „Ertu sálu
gædd? ertu í sannleika sálu gædd, Bertalda? elskarðu ekki foreldra
þína? er þér ekki fögnuður að finna þá aptur?“ „Hún lýgur“, æpti
Bertalda, „eg er ekki dóttir þessara auðvirðilegu hjóna. Hágöfugu
foreldrar mínir! komið mér burt héðan úr samsæti þessu, þar sem
allt er gert mér til spotts og háðúngar".
En hertoginn gamli hrærðist hvergi úr stað og sagði kona hans:
.,Við verðum að komast fyrir það með vissu, hvernig í þessu ligg-
ur. Guð forði mér frá því að fara fyrr héðan úr salnum, en eg veit
það“. Þá gekk kona fiskimannsins fram fyrir hana, hneigði sig
djúpt og mælti: „Þér blásið mér áræði í brjóst, náðuga frú! og dirf-
ist eg því að tala. Sé þessi vonda júngfrú dóttir mín, þá ber hún
blett á milli herðablaðanna, sem áþekkur er fjólu, og annan við-
líka á ristinni á vinstra fæti. Bara hún vilji koma út úr salnum
með mér“.
„Eg læt ekki þessa flökkukerlíngu sjá mig innanklæða“, sagði
Bertalda og sneri að henni bakinu með fyrirlitningar svip.
„En mig þó líklega, vona eg“, sagði hertogafrúin kuldalega.
..Júngfrú góð! komdu inn í afhúsið þarna með mér og þessari góðu
og gömlu konu“.
Þær þrjár gengu nú útúr salnum, en hitt fólkið beið þar þegj-
andi og lángaði til að vita hvernig færi. Að stundarkorni liðnu
komu þær aptur og var Bertalda náföl. Hertogafrúin tók þá þannig
til máls: „Það er rétt sem rétt er, og lýsi eg því yfir, að Bertalda
er dóttir fiskimannsins".
Að svo mæltu gekk hertogafrúin út með manni sínum og Bert-
öldu; hertoginn gerði fiskimanni og konu hans bendíngu, að þau