Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Page 73
71
Bertalda mín!“ mælti Úndína, „hann skal ekki gera þér neitt til
meins“. Sagði hún henni því næst, hver hún var og hvernig skipt
hafði verið um þær báðar. Bertalda hlýddi forviða á sögu hennar
og hélt í fyrstu að hún talaði óráð, en sá þó fljótt á öllu, að hún
fór með sannindi. Hún bar nú að vísu lotníngu fyrir Úndínu, en
upp frá þessu varð hún einhvernveginn annarleg í augum hennar.
Furðaði hún sig mjög á því um kvöldið, er þau sátu til borðs, að
riddarinn skyldi ala svo innilega ást á konu þeirri, sem henni þókti
vera líkari vofum en mennskum mönnum.
Frá þvi, er til bar á Hringstöðum
Nú skal geta þess með fám orðum og ekki særa hjörtu lesendanna
með því að rekja hin raunalegu tildrög þess, að Huldubrandur varð
smámsaman fráhverfur Úndínu og fór að leggjast á hugi við
Bertöldu. Lét hún æ meiri og meiri ást í ljósi við hann dag frá
degi og kom þar loksins, að þau bæði fóru að skoða Úndínu einsog
nokkurskonar aðskotadýr, sem heldur mætti óttast en aumkva.
Að vísu vaknaði samvizkan stundum í brjósti riddarans, þegar hann
sá, hversu Úndína grét og syrgði, en hinn fyrri ástarylur endur-
glæddist ekki allt fyrir það í hjarta hans, svo þó hann væri öðru-
hverju vingjarnlegur við hana, þá stóð honum einhver kynlegur
ótti af henni, og hneigðist hugur hans því heldur að Bertöldu, sem
var mennsk mær. En þó Úndína væri döpur, þá lá samt ekki öllu
betur á hinum, einkum þóktist Bertalda sæta ójöfnuði af húsfreyju
í hvert skipti, sem brugðið var út af hennar vilja. Hún gerðist ráð-
rik og vildi yfir öllum segja, hélt Huldubrandur með henni í blindni
sinni, en Úndína bar það með blíðlyndi og tilhliðrunarsemi.
Það varð og mjög til að spilla samlyndinu, að þau Huldubrandur
og Bertalda urðu opt vör við í'eimleika í hvolfgaungum hallarinnar,
en þess hafði aldrei heyrzt getið áður í manna minnum. Tröllið
hvíta gekk opt í leið fyrir þau og ógnaði þeim, en einkum þó Bert-
öldu. Þóktist Huldubrandur jafnan kannast við Kaldbrynni, en
Bertalda við brunnmeistarann, þá er hún sá hann. Varð hún stund-
um veik á eptir og hafði hún opt ætlað burt úr borginni. En bæði