Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Qupperneq 78
76
varð sjálfur að stórri holskeflu og reif hestinn ofaní iðuna, því næst
tók hann sig upp aptur, reis yfir höfuð þeirra beggja hár sem fjall
og ætlaði að steypast yfir þau úr háa lopti og drekkja þeim misk-
unnarlaust.
En í sama vetfángi heyrðist Úndína kalla með fagri rödd innan-
um gnýinn og vatnagánginn. Máninn kom fram undan skýjunum
og sást hún þá uppi á hæð einni í dalnum. Hún hastaði á öldumar
og lækkuðu þær þegar og sigu niður einsog með nöldrunar hljóði —
straumurinn kyrrðist og brunaði hóglega í túnglsskininu. En Ún-
dína leið ofan af hæðinni einsog fannhvít dúfa, og hóf hún þau
riddarann og Bertöldu uppí græna brekku og hressti þau eptir
hræðsluna og volkið. Því næst hjálpaði hún Bertöldu á bak hvíta
hestinum, er hún sjálf hafði riðið, og sneru þau nú öll heimleiðis
til Hríngstaða.
Förin til Vínarborgar
Eptir atburð þenna lifðu þau kyrru og friðsælu lífi í borginni. Ún-
dína var Ijúf og ástúðleg, Bertalda þakklát og riddarinn ánægður.
Leið svo veturinn og fór vorið í hönd, jörðin grænkaði í sólarylnum
og í hjörtum þeirra lifnaði fjör og fögnuður. Einusinni, er þau voru
á gángi við Dónáruppsprettu, sagði Huldubrandur frá því, hversu
vatnsfall þetta streymdi vaxandi eptir fögrum og frjósömum sveit-
um, og stæði keisaraborgin lángt suður frá á bökkum hennar. „Mik-
ið yndi mætti það vera“, segir Bertalda, ,,að fara ofaneptir fljótinu
til Vínarborgar". — 1 sama bili þagnaði hún með kinnroða og fór
ekki um það fleiri orðum. En fyrir það sama viknaði Úndína og
mælti: „Hvað getur verið því til fyrirstöðu, að við förum þessa
ferð?“
„En hann Kaldbrynnir!“ hvíslaði riddarinn að henni.
„Komi hann ef hann vill“, sagði Úndína brosandi; „eg er með
ykkur, og hann þorir ekki til við mig“. Bjuggust þau nú með mestu
gleði og tilhlökkun til þessarar ferðar, sem betur hefði verið aldrei
farin.
Fyrstu dagana gekk ferðin að óskum og varð æ því fegurra, sem