Rökkur : nýr flokkur

Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Qupperneq 85

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Qupperneq 85
83 með þúngum sporum, alltaf hægar og hægar, en allir, sem á horfðu, stóðu grafkyrrir, sem væru þeir að steinum orðnir. Leið hún hljóð- lega upp eptir tröppunum og inn um stofurnar, sem voru henni helzt til kunnugar. — Tárin streymdu án afláts af augum hennar, því opt hafði hún gengið um híbýli þessi með glaðara geði en nú. Riddarinn hafði sent frá sér þjóna sína; hann stóð nú til hálfs afklæddur fyrir framan stóran spegil; brunnu þar ljós hjá og stóð af þeim döpur birta. 1 sama bili var drepið hægt á dyr svo varla heyrðist. Fór þá hrollur um riddarann, því svona hafði Úndína verið vön að berja á dyr. „Það er ekki nema ímyndun“, sagði hann við sjálfan sig; „ekkert hugarvíngl framar! nú á eg að gánga í brúðar- sæng“. „Það áttu — en í þá hina köldu“, heyrir hann sagt fyrir utan dyrnar með raunalegri rödd, og í sama vetfángi sér hann í skugg- sjánni, að dyrnar ljúkast upp, — svo hægt, svo hægt, — og gengur inn hvítklædd kona og lokar þeim hljóðlega á eptir sér. „Þeir hafa lokið upp brunninum“, sagði hún lágt, „og nú er eg komin. Nú verður þú að deyja“. Hann fann það á sér, að svo hlaut að vera. Hann hélt höndunum fyrir andliti sér og kallaði: „Gerðu mig ekki vitstola af hræðslu á dauðastund minni, en hyljirðu óttalegan svip undir skýlu þinni, þá bregðu henni ekki frá andliti þér, heldur líf- láttu mig án þess eg sjái þig“. „Æ!“ svaraði hún, „viltu ekki ennþá einusinni sjá þann svip, sem þú hefir elskað? Eg er fríð ennþá, einsog þegar þú beiddir mín á nesinu“. „Ó, ef svo er“, mælti ridd- arinn, „má eg þá ekki deyja í faðmi þér og sofna burt í kossi á vörum þínum?“ „Það skal vera sem þú vilt, elsku vinur!“ ansaði hún og brá upp skýlunni. Hún leit til hans með blíðu og raunalegu brosi, en riddarinn fleygði sér agndofa í faðm hennar; hún þrýsti kossi á varir hans, en sleppti ekki höndunum af honum úr því, heldur vafði hún hann örmum sínum fastara og fastara og grét einsog hún ætlaði að þreyta sig til dauða á grátinum. Þókti ridd- aranum þá einsog mjúksáran sviða leggði um brjóst sér af tára- flóði hennar, og það var eigi lengi, því hann missti andann og hné örendur niður í hvílu sína. „Eg hefi grátið hann í hel“, sagði hún við þjóna nokkra, sem urðu á vegi hennar í forsalnum; gekk hún síðan hægt innanum fólkið dauðhrætt út í garðinn og hvarf niður í brunninn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.