Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Síða 95
er upp undir 3 kílómetrar. Straumur er oft mikill í sundinu. Þarna
á milli er auður sjór, engin sker, sem standa upp úr, og svo segja
mér kunnugir menn, t. d. Sigurjón Erlendsson bóndi í Álftárósi,
að á þessari leið séu engin blindsker, sem hestar á sundi geti hvílst
á. Brúnka hefir því orðið að synda lotulaust upp undir 3 kílómetra
Knarrarne&s-Brúnka, greinarhöfundur og ungur sonur hans.
(stundum vafalaust lengri leið vegna strauma, en Brúnka fer oft
þarna á milli sem síðar getur) og má það vafalaust teljast sundaf-
rek all-mikið.
Brúnka er eign Árna Sigurðssonar í Knarrarnesi, en hann er
tengdasonur Eiríks Guðmundssonar, Ingimundarsonar söngvara, en
þeir Árni og Eiríkur búa nú í Knarrarnesi.
Þegar um það er rætt, hvers vegna hross taki upp á því að synda
langar leiðir, eins og Knarrarness-Brúnka, er vert að taka það fram,
að hér getur engin átthagaást komið til greina, því að Brúnka er
fedd í Knarrarnesi og þar upp alin. Hún er nú átta vetra, en fyrst