Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Síða 96
94
synti hún til Hjörseyjar fjögurra vetra og hefir gert það nálega á
hverju vori síðan, stundum tvisvar eða þrisvar. Enn má geta þess,
að í Hjörsey hafa ekki verið undangengin ár nein hross, sem Brúnka
hefir áður verið með. Ekki er því til að dreifa, að gróður komi fyrr
í Hjörsey en Knarrarnesi. Mun gróður koma um líkt leyti á báðum
stöðunum á vorin. Og á hvoru tveggja staðnum er álíka gróður-
sælt og tíðkast í eyjum fyrir Mýrum (Knarrarnes er í rauninni
eyja, því að yfir eiði það, sem bindur það við land, flæðir þegar
hásjávað er, en í Hjörsey má ríða þurrum fótum (yfir Hjörseyjar-
sund), þegar lágsjávað er).
Eigi get eg úr því skorið, hvernig stendur á ferðalögum Brúnku
til Hjörseyjar. En svo er mér sagt, að frá þessum stað á Knarrar-
nesi sé tiltakanlega fagurt að líta vestur yfir til Hjörseyjar, sem
skáldið kallaði „sumarbrúði í sumarskrúði“, og á þessum stað
hafði Brúnka sést standa og mæna vestur yfir, rétt áður en hún
lagði í fyrstu Hjörseyjarferð sína.
Þegar eg kom að Álftárósi í vor sem leið, hittist svo á, að Árni
í Knarrarnesi var þar staddur. Hafði hann farið að elta hesta, sem
synt höfðu frá Knarrarnesi i Geldingaey og þaðan í Hamraendanes,
en Hamraendar eru í Hraunhreppi, gegnt Álftáróslandi. Vóru þetta
hestar, sem Árni hafði umsjón með og gengu í Geldingaey í vetur,
en var búið að flytja til lands. Var Árni með Brúnku í þessu ferða-
lagi, og var myndin tekin í Álftárósi í vor.
Axél Thorsteinson.