Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Side 99
97
Þá mun landið ljósa
sem laukagarður.
Þá mun þroski
þjóðlíf vekja.
Vígjast þá vonir
til verka, er lifir
Alfreðs andi
í Egils landi.
1914.
LjóÖ og sögur, Rvk. 1916.
Minningarljóð þetta orti ég, þegar mér var kunnugt orðið um hið
sviplega fráfall Alfreðs Kristensens, sem var kunnur jarðræktar-
frömuður og bóndi í Einarsnesi í Borgarhreppi, Mýrasýslu, og hinn
mesti öðlings og sæmdarmaður. Ég hafði á bernskuárum verið á
sömu slóðum, Gufá, fjögur sumur, og minnist þess enn, er ég á
þeim árum sá hann plægja gráan sandinn í Skallagrímsdal í
Borgarnesi og er og minnisstætt að margir hristu höfuð sín van-
trúaðir, „þarna gæti ekkert vaxið“, en þarna bylgjaðist hafragras-
ið, er hausta tók. Síðar var ég á jarðræktarnámskeiði (1912) hjá
Kristensen og á f jölda góðra minninga um Kristensen og Rebekku,
hina ágætu konu hans. Nú hefir Þórður Kristleifsson menntaskóla-
kennari minnst þessara ágætu hjóna (sbr. Frey, október 1978), og
unnið hið þarfasta verk með ritgerð sinni í Frey, af sinni alkunnu
vandvirkni og næmleik og skilningi, og með samningu hennar unn-
ið hið þarfasta verk. Stef mín um Kristensen birtir hann í niður-
lagi ritgerðar sinnar, samkv. ósk hans, og er það einnig hér birt,
meðfram til þess að vekja athygli lesenda Rökkurs og til þess að
þakka Þórði ræktarsemina með samningu ritgerðarinnar, en sú
ræktarsemi er vissulega hin lofsverðasta. Þórður segir um Alfreð
Kristensen: Hann var dáður öðlingsdrengur. Nú liggur hann ekki
lengur óbættur hjá garði. Og fyrir það ber Þórði Kristleifssyni
þökk og virðing.
7