Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Page 107

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Page 107
105 var í vitorði með Möshu, óttaðist reiði húsbænda sinna, og lét kyrrt liggja það, sem gerst hafði. Presturinn, riddaraliðsmaðurinn og landmælingamaðurinn minntust ekki heldur á málið — af skilj- anlegum ástæðum. Og Terechka, ekillinn, forðaðist að minnast á það, jafnvel þegar vín var í honum. Allir, sem komið höfðu við sögu, létu því kyrrt liggja — en Maria sjálf kom upp um sig í óráð- inu, en allt, sem hún sagði, var þó svo ruglingslegt, að móðir hennar, sem vart vék frá rúmi hennar, komst ekki að öllu sem gerst hafði, en það lagðist í hana, að dóttir hennar væri ástfangin í Wladimir Nicolaievitch, og kannske ætti hann sök á veikindum hennar. Og Praskovia Petrovna ræddi málið við eiginmann sinn og nágranna, og niðurstaðan varð sú, að þar sem enginn mætti við sköpum renna og ekki heldur Maria Gavrilovna, væri tilgangslaust að spyrna lengur við broddunum, forlögin ætluðu henni þennan mann, og fátæktin væri enginn glæpur, og í rauninni væri það höfuðatriði, að Maria fengi góðan mann, og þá skipti engu um auðinn. Það er svo ákaflega þægilegt að grípa til siðferðikenninga og spakmæla, þegar menn hafa lítið fram að færa sjálfum sér til réttlætingar. En nú fór Mariu að batna. Það var orðið langt síðan Wladimir hafði komið á heimili hennar. Hann óttaðist kuldalegar móttökur. Var nú tekin ákvörðun um að senda á fund hans og færa honum þau fagnaðartíðindi, að foreldrar Mariu hefði fallist á, að hann skyldi fá dóttur þeirra fyrir konu. En þeim til mikillar undrunar barst þeim bréf frá honum, og virtist það skrifað í örvinglan. Kvaðst hann aldrei mundi stíga fæti í hús þeirra og bað þau gleyma ógæfusömum manni, sem óskaði einskis frekara en að dauðinn biði hans við næsta fótmál. Nokkrum dögum síðar frétt- ist, að Wladimir hefði gengið í herinn á nýjan leik. Þetta var árið 1812. Það leið langur tími áður en þau áræddu að minnast á þetta við Möshu, sem nú var á batavegi. Hún minntist aldrei á hann. Nokkr- Um mánuðum síðar, er hún sá nafn hans á skrá yfir nöfn þeirra manna, sem getið höfðu sér góðan orðstír og særst í orustunni við Borodino, steinleið yfir hana. Menn héldu, að nú mundi fara á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.