Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Page 109
107
hetjunum, sem heim komu og menn köstuðu höfuðfötunum hátt
í loft upp. Hvaða yfirforingi á þeim tíma mundi ekki hafa kannast
við, að betri sigurlauna var ekki unnt, að óska sér en að koma
heim til hinna rússnesku kvenna!
En á þessu glæsilega tímabili bjó Maria Gavrilovna á sveitar-
setri sínu hjá móður sinni og var því ekki vitni að því, er her-
mönnunum var fagnað við heimkomuna í stórbæjunum. En her-
sveitunum var í rauninni ekki síður vel fagnað í smábæjum og
þorpum, og þegar yfirforingjar komu í heimsókn í eitthvert þorp-
ið, leið illa mörgum manninum, er ástfanginn var, því að á slíkum
tíma líta konur hýrari augum til þeirra, sem einkennisbúninga
bera og heiðursmerki, en hinna, sem heima sátu og báru klæði
óskrautleg.
Eins og vér höfum áður tekið fram hafði Maria Gavrilovna biðla
á hverjum fingri, þrátt fyrir kuldalegt viðmót sitt. En þeir urðu
allir frá að hverfa, þegar Bourmin, herdeildarforingi í riddara-
liðinu, kom á vettvang, með band Sankti-Georgs orðunnar í hnappa-
gatinu. Hann hafði særst á vígvelli og var „sérkennilega fölur“,
eins og hinar ungu meyjar í héraðinu sögðu sín á milli, er þær
komu í heimsókn í kastalann. Hann var um það bil 26 ára að
aldri. Hann hafði fengið heimferðarleyfi og notaði það til þess að
dveljast sér til hvíldar og hressingar á ættarsetri sínu, en jarðeign
hans var áföst ættarsetri Mariu Gavrilovnu, sem þegar veitti hon-
um mikla athygli og lét sér annt um hann. Þegar hann var ná-
lægur var sem þunglyndi hennar rénaði. Það varð ekki með neinum
sanni sagt, að hún daðraði við hann, en tíðlitið varð henni til hans,
og „eigi leyna augu, ef ann kona manni“.
Bourmin var ungur maður og viðfeldinn. Hann var konum
mjög að skapi. Hann var ræðinn og nærgætinn, það var fjarri
honum að vilja koma til dyranna öðru vísi en hann var klæddur,
°g það vottaði fyrir kæruleysi og háði í tali hans. Framkoma hans
gagnvart Mariu Gavrilovnu var djörf og látlaus, en hvað sem hún
sagði og gerði, var hugur hans hjá henni og hann hafði ekki augun
af henni. Hann virtist hæglátur og lítt kröfugjarn, þótt orðróm-
urinn segði, að hann væri ævintýramaður mikill. En þetta dró