Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Page 109

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Page 109
107 hetjunum, sem heim komu og menn köstuðu höfuðfötunum hátt í loft upp. Hvaða yfirforingi á þeim tíma mundi ekki hafa kannast við, að betri sigurlauna var ekki unnt, að óska sér en að koma heim til hinna rússnesku kvenna! En á þessu glæsilega tímabili bjó Maria Gavrilovna á sveitar- setri sínu hjá móður sinni og var því ekki vitni að því, er her- mönnunum var fagnað við heimkomuna í stórbæjunum. En her- sveitunum var í rauninni ekki síður vel fagnað í smábæjum og þorpum, og þegar yfirforingjar komu í heimsókn í eitthvert þorp- ið, leið illa mörgum manninum, er ástfanginn var, því að á slíkum tíma líta konur hýrari augum til þeirra, sem einkennisbúninga bera og heiðursmerki, en hinna, sem heima sátu og báru klæði óskrautleg. Eins og vér höfum áður tekið fram hafði Maria Gavrilovna biðla á hverjum fingri, þrátt fyrir kuldalegt viðmót sitt. En þeir urðu allir frá að hverfa, þegar Bourmin, herdeildarforingi í riddara- liðinu, kom á vettvang, með band Sankti-Georgs orðunnar í hnappa- gatinu. Hann hafði særst á vígvelli og var „sérkennilega fölur“, eins og hinar ungu meyjar í héraðinu sögðu sín á milli, er þær komu í heimsókn í kastalann. Hann var um það bil 26 ára að aldri. Hann hafði fengið heimferðarleyfi og notaði það til þess að dveljast sér til hvíldar og hressingar á ættarsetri sínu, en jarðeign hans var áföst ættarsetri Mariu Gavrilovnu, sem þegar veitti hon- um mikla athygli og lét sér annt um hann. Þegar hann var ná- lægur var sem þunglyndi hennar rénaði. Það varð ekki með neinum sanni sagt, að hún daðraði við hann, en tíðlitið varð henni til hans, og „eigi leyna augu, ef ann kona manni“. Bourmin var ungur maður og viðfeldinn. Hann var konum mjög að skapi. Hann var ræðinn og nærgætinn, það var fjarri honum að vilja koma til dyranna öðru vísi en hann var klæddur, °g það vottaði fyrir kæruleysi og háði í tali hans. Framkoma hans gagnvart Mariu Gavrilovnu var djörf og látlaus, en hvað sem hún sagði og gerði, var hugur hans hjá henni og hann hafði ekki augun af henni. Hann virtist hæglátur og lítt kröfugjarn, þótt orðróm- urinn segði, að hann væri ævintýramaður mikill. En þetta dró
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.