Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Síða 112

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Síða 112
110 „Það var í byrjun árs 1812“, sagði Bourmin, „er eg var á leið til Vilnu, þar sem herdeild mín var. Eg kom seint að póststöð nokkurri eitt kvöldið og bað um, að óþreyttum hestum yrði beitt fyrir sleða minn, eins fljótt og unnt væri. En allt í einu skall á hríðarveður og póstmeistarinn og ekillinn ráðlögðu mér að bíða, þar til veðrið lægði. Eg fór að ráði þeirra, en einhver óþreyja náði tökum á mér. Eg gat ekki gert mér grein fyrir þessu, en það var eins og eg yrði að halda áfram, eins og einhver ósýnileg öfl, ein- hver dularfullur máttur stjakaði við mér. Veðrið lægði ekki. Loks hafði eg enga eirð í mínum beinum. Eg skipaði að hestunum skyldi beitt fyrir sleðann og eg ók af stað út í hríðina. Ekillinn datt niður á það ráð, að aka meðfram ánni, því að það mundi stytta okkur leið svo munaði 3—4 mílum. Árbakkarnir voru snævi þaktir og snjórinn þyrlaðist í háa skafla og við ókum fram hjá ákvörðunar- stað okkar. Við viltumst. Við vissum ekkert hvar við vorum. Og hríðarveðrið lægði ekki. Eg sá ljós i fjarska og skipaði svo fyrir, að þangað skyldi ekið. Við komum að þorpi nokkru og ókum beint að kirkjudyrunum, en þær stóðu opnar, en í kirkjunni loguðu ljós og daufa birtu lagði út um dyrnar. 1 nánd við kirkjuna voru nokkrir sleðar og fólk gekk inn og út um sáluhliðið. „Þessa leið“, kölluðu menn. „Akið áfram“, sagði eg við ekilinn. „Hvar hafið þér verið að slæpast, maður?“ sagði einhver. „Það leið yfir brúðina. Mesta öngþveiti er ríkjandi. Presturinn stendur þarna ráðalaus og við vorum að hugsa um að bezt væri, að hver héldi til sinna heimkynna. Hafið nú hraðan á“. „Eg steig út úr sleðanum, án þess að mæla orð af vörum og gekk inn í kirkjuna, en þar logaði aðeins á nokkrum kertum. Ung stúlka sat á bekk úti í dimmu horni, en önnur stúlka stumraði yfir henni og neri gagnaugu hennar með snjó“. „Guði sé lof“, sagði þessi stúlka. „Loksins komuð þér. Brúður yðar er nær dauða en lífi“. Gamli klerkurinn gekk til mín. „Viljið þér, að eg byrji?“ spurði hann. „Já, faðir“, sagði eg eins og viðutan.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.