Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Page 114
112
stíll hans og eðlilegur frásagnarháttur varð öðrum til fyrirmynd-
ar. Hann var fæddur í Moskvu. Afi móður hans var blökkuþræll
frá Eþíópíu, sem var í metum hjá Pétri mikla. Pushkin hafði getið
sér orð sem ljóðskáld, er hann 18 ára lauk burtfararprófi í Tsarkoe
Selo (nú nefnd Pushkin). Hann fékk skrifarastöðu í utanríkisráðu-
neytinu (1817), en var sviftur því vegna frjálslyndra skoðana og
var fengið lítilfjörlegt starf í Bessarabíu. Árið 1820 kom út hið
fyrsta hinna rómuðu verka hans, Buslan og Lyudmila. Uppreistar-
andinn, sem áfram kom fram hjá honum, féll ekki í góða jörð hjá
valdhöfum og leiddi til starfssviftingar 1824. Hann var sökum
borinn um þátttöku í misheppnaðri byltingu í desember 1825, en
slapp við hegningu. 1832 var hann tekinn í sátt og fékk aftur starf
í utanríkisráðuneytinu. Pushkin kvæntist 1832 fagurri en daður-
gjarnri stúlku, og olli sá ágalli hennar magnaðri og varanlegri af-
brýði í huga hans. 1 einvígi við einn af aðdáendum hennar beið
Pushkin bana. — Sagan ,,Hríðarveður“ var birt í RÖKKRI 1942).