Bændablaðið - 17.11.2022, Page 41

Bændablaðið - 17.11.2022, Page 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2022 Á dögunum var gefin út rafbókin Landbúnaður liðinna tíma – búnaðarþættir úr Þingeyrarhreppi eftir Bjarna Guðmundsson á Hvanneyri. Bókin geymir nokkra þætti þar sem gerð er grein fyrir búskap í hreppnum á ýmsum tímum allt frá dögum Gísla Súrssonar í Haukadal til tuttugustu aldar búskapar með sögu Búnaðarfélags Þingeyrarhrepps. Kafli er í bókinni um merkan búskap þorpsbúa á Þingeyri en kirkjustaðurinn Sandar og land hans varð búskaparland þeirra á fjórða áratug síðustu aldar. Þá er sagt frá gróðurrækt og búfjárrækt í sveitinni og ráðið í eldri búhætti með hliðsjón af örnefnum og minjum. Margar þeirra hefur höfundur kannað en hann er fæddur og uppalinn í sveitinni, á Kirkjubóli. Bókin er 152 bls. og hana prýða margar ljósmyndir og teikningar. Bókina má finna á vefslóðinni www.issuu.com/bjgudm og þar má lesa hana án endurgjalds. Rafbók um landbúnað Fjórar félagskonur í Kvenfélagi Þistilfjarðar voru á haustfundi félagsins gerðar að heiðursfélögum. Þær hafa starfað í samtals 200 ár fyrir félagið, í þágu samfélagsins, og tekið þátt í ótal góðgerðarverkefnum, fyrir utan alla þá skemmtun og gleði sem í félaginu er. Þetta eru þær Bjarney S. Hermundardóttir, sem gekk í félagið árið 1970, Margrét Jónsdóttir gekk í félagið árið 1970, Bjarnveig Skaftfeld árið 1973 og Hólmfríður Jóhannesdóttir árið 1975. Allar hafa lagt fram ófá handtök og eru hvergi nærri hættar. /MÞÞ Heiðraðar á haustfundi Mynd/Boðinn Þórhöfn Langanes Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð, hefur gefið út sitt fimmta Hvammshlíðardagatal. Sem fyrr inniheldur dagatalið fróðleik sem snýst í kringum búskapinn í Hvammshlíð og sveitalífið fyrr og nú. Karólína er sjálf höfundur og útgefandi dagatalsins, en það var upphaflega gefið út árið 2018 til fjáröflunar vegna dráttarvélarkaupa. „Þetta gekk upp og Zetorinn 7245, árgerð 1990, hefur verið ómissandi á heiðarbýlinu síðan – búinn snjókeðjum á öllum hjólum,“ segir Karólína. Almanakið hentar, að hennar sögn, bæði börnum og fullorðnum – bæði í sveit og í þéttbýli. Fræðsluefnið í nýjustu útgáfunni tengist meðal annars riðurannsókninni miklu, en hún hefur verið í fararbroddi ásamt fræðimönnum í leit að lausnum við að rækta upp riðuþolinn sauðfjárstofn á Íslandi. Smalahundar og litaheiti Í dagatalinu er einnig að finna gamlar myndir af hundum og sérstaklega smalahundum, einnig eru þar litaheiti á hrossum, kúm og kindum, skýrslur um mjólkurær og -kýr frá 19. öld; gömul fjárhús og gamlar kindamyndir frá Laugabóli við Ísafjarðardjúp. Eins og í fyrri útgáfum eru myndir í dagatalinu af kindunum, hrossunum og hundunum í Hvammshlíð – og stórbrotinni náttúru þar í kring – í aðalhlutverki. Gömlu mánuðirnir, merkisdagar, vetrar- og sumarvikur koma fram á mánaðarsíðunum sjálfum, ásamt upplýsingum um tunglið. „Viðaukinn“, sem er í svart- hvítu, hefur verið uppfærður og inniheldur enn fleiri upplýsingar um gamla norræna tímatalið, íslenska merkisdaga og gamlar íslenskar mælieiningar. Dagatalið er í stóru broti á 28 blaðsíðum. Það er til sölu á ýmsum stöðum á Norðurlandi vestra, í Borgarnesi og á Selfossi, en einnig er hægt að panta beint hjá Karólínu. /smh Fimmta Hvammshlíðardagatalið gefið út: Gamlar og nýjar ljósmyndir ásamt þjóðlegum fróðleik Hvammshlíðardagatalið fyrir árið 2023. Helluhraun 4, Hafnarfirði sími 565 2727 & 892 7502 www.rag.is SERES 3 kemur vel útbúinn. Verð kr. 5.350.000 VIÐ AUGLÝSUM ALDREI „VERÐ FRÁ“ VÖRUR FYRIR ÍSLENSKT SAUÐFÉ BÚVÖRUR SS Verslun Fosshálsi 1, 110 Reykjavík | S: 575 6071 Verslun Ormsvelli 4, 860 Hvolsvelli | S: 575 6099 Búvörur SS | S: 575-6070 | www.buvorur.is | buvorur@ss.is Óerfðabreytt ærblanda og ýmsar vörur fyrir sauðfjárbændur fást í verslunum og hjá sölumönnum okkar á landsbyggðinni

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.