Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Page 15

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Page 15
 lilB' i/ \ Eignaríbúðir við Dalbraut. húsnæði, á að vera hægt að breyta húsunum síðar með breyttri starfsemi o.s..frv. I söluíbúðahús- unum er spurning hve mikil sameign eða þjónusturými þurfi að vera. I lögum um öldrunarþjónustu er leitast við að skapa grundvöll fyrirsembestasamræmingu áþessu sviði, en verkaskipting ríkis og sveitarfélaga og gildandi reglur um skiptingu kostnaðar milli ein- staklinga, sveitarfélaga og ríkis geta valdið vissum erfiðleikum. A síðastliðnum 10 árum hefur allmikið verið byggt af söluíbúðum fyrir aldraða en Byggingarnefnd aldraðra hjá Reykjavíkurborg tók að beita sér fyrir slíkum byggingum á árinu 1982. I sumum þeirra er allstór þjónustukjarni sem borgin á og rekur. I öðrum eru svokölluð þjónustusel. Sú stefna hefur verið ríkjandi að hinn aldraði borgari eigi rétt á þjónustu eftir því sem þörf hans segir til um. Eignast fólk því ekki aukinn rétt til þjónustu við kaup á slíkum íbúðum. A hinn bóginn getur verið auðveldara og ódýrara fyrir sveitarfélagið að veita Þegar hugmyndirnar um söluíbúðir og þjónustuhúsnæði í sama húsi komu fram fyrir 10 árum voru a.m.k. sumir sem sáu fyrir sér meiri einkarekstur og frjálsari aðgang að þjónustunni sem þar er í boði. þjónustuna á þeim stöðum þar sem aðstaða hefur verið sköpuð til þess. I samræmi við þetta eru þjónustu- miðstöðvar Félagsmálastofnunar jafnan opnar fyrir alla aldraða Reykvíkinga og ekki ætlaðar íbúum viðkomandi húss sérstaklega. Þegar hugmyndirnar um söluíbúðir og þjónustuhúsnæði í sama húsi komuframfyrir lOárumvoru a.m.k. sumir sem sáu fyrir sér meiri einkarekstur og frjálsari aðgang að þjónustunni sem þar er í boði. Er ekki ólán að greiða niður þjónustuna á öllum sviðum en þurfa svo að takmarka hana? Væri ekki hollara að selja hana á sannvirði og styrkja heldur beint fjárhagslega þá sem á styrk þurfa að halda. Hús af þessari gerð hafa risið nokkuð hratt og eru nú að rísa, flest á vegum félaga aldraðra í samstarfi við verktaka, en Reykj avíkurborg hefur víða kostað þjónusturými. Hefur verið miðað við að koma upp dreifðu neti miðstöðva í hverfum borgar- innar. Annars staðar er það ekki gert ef aðgengi að þjónustumiðstöð í hverfinu er gott. 13

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.