Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Síða 21

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Síða 21
allt þetta og semja síðan reglurnar, enda var hann þá starfsmaður stofn- unarinnar. Enginn vafi er á því, að með þeim var mótuð mjög jákvæð stefna á þessu sviði, er síðan var í gildi og sér væntanlega enn stað. Vitaskuld er engu að leyna um það, að fyrir tilkomu þeirra þótti mörgum, sem fyrir væri tilhneiging til að byggj a ky trur fyrir gamalt fólk; bæði hafði slíkt tíðkast, skilningur manna á gæðum þessa húsnæðis var takmarkaður (þótt áhuginn væri bæði mikill og jákvæður), þörfin var mjög mikil og loks leit það væntanlega því hetur út í augum almennings sem forgöngumenn- irnir töldu sig vera að byggja yfir fleiri. Þessi stefnumörkun var því tvímælalaust bráðnauðsynleg og er það í sjálfu sér enn, þótt hún sé ekki lengur við lýði. En hvað hefur þá tekið við? Eftir að lagaheimildin fékkst, laust fyrir 1970, tóku landsbyggðarmenn skjótt við sér og hófu miklar íbúðabyggingar í þágu eldra fólks, enda var tæpast neitt húsnæði af því tagi í boði þar, þegar Akureyri er undanskilin. Reykj avíkursvæðið fór sér mun hægar, en byggði þó jafnt og þétt, þó engan veginn í samræmi við þörfina. Nú er svo komið að manni sýnist ástandið í þessum efnum vera orðið nokkuð viðunandi víðast hvar í landinu utan Reykjavíkursvæðisins. Sveit- arfélög og sjálfseignarstofnanir byggj a j afnt og þétt íbúðir fyrir eldra fólk í Reykjavík og á Reykjanesi, jafnframt því sem byggingaverk- takar byggj a eignaríbúðir af miklum móði, sem seldar eru rosknum borgurum. Þar hefur byggingariðn- aðurinn fundið leið, í þrengingum sínum, sem virðist duga honum vel. Og vonandi eru kaupendur íbúða sama sinnis, fyrir sitt leyti. Trölla- sögur eru þó gjarnan sagðar af verði þessara íbúða, þjónusta oftsinnis talin sýnd veiði en ekki gefin (þegar til kastanna kemur), fátt er vitað um hönnun þeirra og innri gerð, á alla vegu, og enn minna um reksturs- kostnað. Það er ekki óeðlilegt þótt maður spyrj i hvort verktakarnir séu örugglega bestu mennirnir til að móta þá byggingar- og húsnæðis- stefnu, sem fylgt er, umræðulaust, á þessu sviði, um þessar mundir. Verður manni þá hugsað í því sambandi til þeirrar „stefnu“, sem framfylgt var áratugum saman, í góðri samvinnu við hlutaðeigandi sveitarstjórnir, við byggingu fjöl- býlishúsa, er víða má sjá, m.a. á höfuðborgarsvæðinu. Þar hefur stundum verið starfað meira af kappi en forsjá og markaðshyggjan fengið að ráða of miklu. Og óneitanlega ber þessi byggingarstarfsemi í þágu eldra fólks á höfuðborgarsvæðinu nokkurn keim af tískusveiflum, sem stundum grípa Islendinga. Þá fer gjarnan saman ofurkapp og millj - arðar króna. Fyrir u.þ.b. 10 árum var ég á ferð í Amsterdam til að kynna mér húsnæðismál. Húsnæðisfulltrúi borgarinnarókmérm.a. umborgar- hluta, sem heitir Beton-City. Það vakti athygli mína, að húsin voru öll lágreist og þar var yfirleitt eldra fólk á ferð. Aðspurður skýrði hann mér frá því að þessi borgarhluti hefði verið reistur skömmu eftir fyrra stríð, Finnar væru andvígir því að einangra ákveðna aldurshópa hvern fyrir sig. Þeir teldu affarasælla að fjölskyldur á öllum aldri byggju saman, t.d. í fjölbýlishúsum, þ.á.m. eldra fólk, fremur en að skáka því í sérstakar byggingar á afmörkuðum svæðum. er steinsteypa var að ryðja sér til rúms. Það gamla fólk, sem nú bæri fyrir augu, hafði fengið þessar íbúðir ogbyggienníþeim. Égspurðihann hvort ekki kæmi til álita að flytja þessa eldri borgara í minni íbúðir annars staðar eða jafnvel á elli- heimili, svo að unga fólkið gæti fengið íbúðirnar þeirra; það væri útbreidd skoðun í Reykjavík að vinna bæri að slíkri þróun þar,sem víðar í landinu. Hann tók því fálega og kvað enga þörf fyrir slíkt, gamla fólkið vildi eyða ellidögum sínum þar sem það hefði dvalið mestalla ævina. Mér hefur oft orðið hugsað til þessa atviks, t.d. þegar einn af arkitektum Húsnæðisstofnunar- innar kom úr kynnisferð til Helsingfors fyrir 2-3 árum. Hann var að kynna sér húsnæðismál aldraðra í höfuðborgum Norður- landa og heimsókn til Finnlands var síðast á dagskrá. Hann átti þar góða og fróðlega dvöl, en þegar hann óskaði eftir að fá að sjá íbúðabyggingar fyrir aldraða ráku Finnar upp stór augu, engar slíkar væri þar að sjá. Er hann innti þá nánar eftir hvernig á því stæði sögðu þeirþástefnuvið lýði, aðfjölskyldur á öllum aldri byggju saman, án tillits til aldurs. Finnar væru andvígir því að einangra ákveðna aldurshópa hvern fyrir sig. Þeir teldu affarasælla að fjölskyldur á öllum aldri byggu saman, t.d. í fjölbýlishúsum, þ.á.m. eldra fólk, fremur en að skáka því í sérstakar byggingar á afmörkuðum svæðum. Þeir, sem þurfi á heima- þjónustu að halda, geti síðan fengið hana. Bæði Hollendingar og Finnar eru meðal merkustu menningarþjóða á vesturhveli jarðar og sjónarmið þeirra í þessu efni hafa oft verið mér umhugsunarefni, enda ekki sjálf- gefið að stefna verktakanna í húsnæðismálum eldra fólks hér á landi sé hin eina og rétta, þótt hún henti sjálfsagt vel hagsmunum þeirra. Vonandi taka menn það til alvarlegrar athugunar, fyrr en síðar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.