Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Síða 23

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Síða 23
einstæðingar. íbúðirnar þurfa að vera þannig að þær geti brugðist við því, að inn flytji fullfrísk hjón sem lifa fullkomlega eðlilegu heimilislífi sem virkir þegnar þjóðfélagsins þar til þau verða öldruð óvirk hjón og þau eða annað þeirra orðið að sjúk- um öldruðum einstæðingi. Vegna þess hvernig fólk eldist og veikist er mikilvægt, eða öllu nær forsenda fyrir hjón og einstaklinga, að í tengslum eða í göngufæri við verndaða þjónustuíbúð komi hjúkrunarheimili. V iðhaldskostnaður við hús aldraðra þarf að vera sem minnstur. Aldraðir hafa flestir engar tekjur, heldur aðeins lífeyri. Lífeyririnn er til þess að lifa af, en ekki til þess að leggja fyrir eða braska með. Hann er heldur ekki nægjanlegur til þess að taka á sig stórar skuldbindingar vegna stórra viðhaldsverka. Þess vegna þarf húsnæði aldraðra ekki einungis að vera sniðið að þörfum aldraðra hvað varðar búnað og starfrænt fyrirkomulag eins og hurðabreiddir og stærð baðherbergja. Þetta þurfa að vera vandaðri hús en önnur, vegna þess að íbúarnir hafa takmarkaða möguleika á að halda þeim við. Húsin þarf að einangra að utan og klæða þau með við- haldslitlum efnum. Lífeyrir gamla fólksins gerir ekki ráð fyrir að lagt sé til hliðar til stórra viðhaldsverka á húsum þeirra. Þegar horft er á háhýsin sem nú eru að rísa fyrir aldraða úr svo til óvarinni stein- steypu sér maður fyrir sér stór viðhaldsverk sem falla munu í hlut íbúa húsanna. Þetta er eins og rússnesk rúlletta; enginn veit hvaða einstaklingur kemur til með að bera kostnaðinn en vitað er að það verða aldraðir ellilífeyrisþegar. Astæðurnar fyrir þessu eru margar. Byggingafyritæki eiga hluta sakar- innar, einnig samtökin sem eiga hlut að máli. Arkitektar eiga einnig sinn þátt í þessu. Þetta segi ég vegna þess að ég veit að arkitektar vita betur og geta betur en sjá má á þeim vernduðu þjónustuíbúðum sem risið hafa undanfarin ár. Þeir hafa gefið eftir vegna skammtíma- sjónarmiðaþeirra, sem byggjahúsin og selja. En langtímasjónarmið þeirra sem eiga að búa í húsunum, reka þau og halda þeim við hafa ekki fengið nægjanlega umfjöllun, þegar húsin voru á teikniborðinu. Eg leyfi mér að'birta tvær myndir af húsum fyrir aldraða sem byggð voru á sama tíma. Annað var byggt af aðila sem ætlaði sér að starfrækja húsið. Hitt er byggt af aðila sem einungis ætlaði að byggja húsið og snúa sér síðan að öðrum verkefnum. Annað húsið er viðhaldsfrítt og tæknilega þannig úr garði gert að viðhald og afskrift eignarinnar eru í lágmarki. Hitt húsið er byggt á sama hátt og braskarablokkir hafa verið gerðar síðan blokkarbyggingar hófust hér á landi með þeim við- haldsverkum sem slíkum húsum fylgja. Of mikið hefur verið einblínt á nýbyggingar fyrir aldraða undan- farin ár. Kominn er tími til þess að endurhæfa eldra húsnæði þannig að það henti fullorðnu fólki sem hætt er að vinna fyrir aldurs sakir. Með tilkomu þjónustumiðstöðva sem bæjarfélög hafa reist og sjá um reksturinn á opnast auknir mögu- leikar fyrir þessu. Dæmi er tekið af svæði eins og götunum næst þjón- ustumiðstöðinni við Vesturgötuna í Reykjavík. Þar í grenndinni er mikið af húsum sem henta ekki lengur eins vel fyrir barnafjöl- skyldur og áður. Eftir að heilsu- gæslustöðinni og öflugu félagsstarfi eldri borgara hefur verið komið af stað þarna hefur umhverfið breyst. Þetta er auðvitað skipulagsatriði, borgarskipulagsleg breyting hefur átt sér stað. Þarna eru hús sem með tilkomu íbúðanna og þjónustumið- stöðvarinnar hafa fengið ný gæði sem henta annars konar íbúum en þeim sem búið hafa þarna fram að þessu. Þarna er tækifæri fyrir hönnuði og fjárfesta til þess að breyta íbúðum þannig að þær geti betur mætt þörfum aldraðra. Þetta er sérstaklega umhugsunarvert þegar horft er til mettaðs íbúða- markaðs. I 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.