Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Page 35

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Page 35
UMHVERFI ALDRAÐRA GESTUR ÓLAFSSON arkitekt/skipulagsfræðingur VAÐ Á AÐ GERA VIÐ ALDRAÐA? A síðustu árum höfum við byrjað að gefa umhverfi aldraðra þann gaum sem vert er. Þær þjóðfélagsbreytingar sem nú eru að eiga sér stað á Islandi, og reyndar líka í öllum hinum vest- ræna heimi, hafa það í för með sér að á næstu áratugum má búast við að hlutfall aldraðra fari sífellt vaxandi. Þetta fólk mun líka verða við betri heilsu, betur menntað og eiga meiri eignir en verið hefur hingað til, en mun jafnframt gera meiri kröfur til umhverfisins og þess lífs sem það lifir fram í háa elli. Fyrsta viðbragð okkar við auknum fj ölda aldraðra var að byggj a dvalar- heimili og hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Þótt umtalsvert átak hafi verið gert til þess að bæta úr sárasta skorti á þessari aðstöðu og seinna með því að byggja sérhannaðar íbúðir sem öldruðum gæti liðið þokkalega í fer því þó fjarri að það fólk sem hefur unnið landi sínu og þjóð gott ævistarf geti gengið að því vísu að eiga kost á húsnæði og umhverfi sem er vel hannað, hæfir því og veitir því verðskuldaða lífsfyllingu. Eitt er víst að margir aldraðir kvíða því að hafa ekkert uppbyggilegra fyrir stafni í ellinni en að föndra og dansa harmon- ikkuvalsa við önnur gamalmenni. SKIPULAG OG HÖNNUN Mikill hluti af því þéttbýli sem ennþá er verið að skipuleggja, hanna og byggja á íslandi er fyrst og fremst mótað með þarfir barnafjölskyldna Einföld breyting á íbúðarhúsi, til að koma móts við þarfir aldraðra. Auk breytinga á innréttingu var byggð sólstofa og hurð gerð út í garð. Arkitekt Gestur Olafsson. 33

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.