Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Page 39

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Page 39
Aðkoman frá bænum séð. vistarsvæðisins tóku mið af þessari forvinnu og óskum fólksins á staðnum. Markmiðin eru í höfuðatriðum þessi: ■ Að skapa einhverskonar „sam- yrkj ubú” þar sem þeir sem vilj a geta verið með sjálfstæða ræktun og skepnuhald, og afurðirnar gætu verið nýttar til heimilisins eða seldar. ■ Að skapa gott skjól á sólríkum stöðum. ■ Að hjólastólafært sé um allt svæðið, og bekkir séu staðsettir með reglulegu millibili. Eg sé fyrir mér að fólk gæti flutt í vernduðu íbúðirnar tiltölulega snemma á æviskeiðinu, jafnvel meðanþað ennsækirvinnu, tilþess að fá breiðari aldursdreifingu á staðinn. MEGINDRÆTTIR SKIPULAGSINS Skipulag svæðisins er eins konar lokaður hringur þar sem verndaðar íbúðir ramma það inn á tvo vegu og mynda ásamt útihúsunum rými inn á móti elliheimilinu. Þetta rými er ramminn utan um ræktunarreitina og loftunarhólfin frá útihúsunum og mynda eins konar samtengingu milli vernduðu íbúðanna og elliheimilisins. Ur matsal elli- heimilisins í vesturenda hússins eru góð sjóntengsl með starfseminni úti fyrir. Ramminn utan um svæðið á hina tvo vegu er tiltölulega opinn til að hafa fjallasýn og til að halda ein- kennum þess opna landslags sem umlykur staðinn. Umhverfis svæðið eru beitilönd fyrir búfénað staðarins og er torfhleðsla sem skilur þar á milli Lega hleðslunnar í landinu fylgir annars vegar formi árinnar og hins vegar áberandi línum sem skurðabakkarnir mynda í landinu umhverfis. Sólstofa og gróðurhús eru samtengd elliheimilinu, sem auk þess að vera sumarauki mynda gott skjól fyrir N'A. áttinni sem er mjög köld á þessum stað. Stígakerfið myndar eins konar hringleið þar sem maður fer í gegnum hin mismunandi svæði og upplifir og getur með góðu móti fylgst með því sem verið er að gera á hverj um stað. Bekkir eru staðsettir með um 50 m millibili, svo þeir mest fótfúnu geti líka farið um af eigin rammleik. Tveir stígar tengja útivistarsvæðið við bæinn, með góðri lýsingu og mörgum bekkjum. ■ 37

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.