Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Side 40

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Side 40
Markmið sköpunar er ætíð að laða fram skýra hugsun eða gott handverk til að efla og fegra mannlífið. Mikilvægi þess að fjárfesta í betra mannlífi er vanmetið nú á dögum, enda erfitt að skilgreina slíka fjárfestingu í hagtölum og fjármálakerfum. Framleiðsluhraði og hagkvæmni eru það lögmál, sem við nú fylgjum. Tilgangur fram' leiðslunnareroft lítt íhugaður, enda sér markaðssetningin um að útvega neytendahóp og halda honum við efnið. Byggingarlistin hefur ekki sloppið undan þessum ægishjálmi peningavaldsins og er ætíð undir hann seld. Oðru hvoru vakna menn þó upp og vilja vanda til verka. Slíkt gerðist þegar borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti einróma árið 1986 að efna til, samkeppni um Ráðhús Reykjavíkur við Tjörnina. Dóm- nefnd var skipuð, sem sýndi það einstæða hugrekki að mæla með óhefðbundinni, sumir myndu segja skrítinni tillögu, sem nú er orðin Ráðhús Reykjavíkur. Það sem e.t.v. var enn óvæntara var að þáverandi borgarstjóri Davíð Oddsson lýsti því yfir að verkið skyldi framkvæmt. Þar sýndi hann þrek og kj ark stj órn- málamanns sem ekki lætur reka á reiðanum, en fylgir sannfæringu sinni og berst gegn storminum þegar nauðsynlegt er. Færustu embættis' menn Reykjavíkurborgar voru skipaðir í verkefnisstjórn og verkið hafið. Þá fyrst hrikti í stoðum okkar litla borgarasamfélags. I hverju samfélagi má finna hóp manna, sem alltaf eru að bíða eftir einhverju, sem enginn veit hvað er. Menn kjósa að láta sig dreyma um hlutina og rabba fram og aftur um það sem gæti gerst, eins og Steinn Steinarr orðaði það: „Eg elska það, sem aldrei verður til”. Þetta lífs- viðhorf hefur m.a. leitt til þess að fegurstu byggingar jarðar eru enn geymdar sem teikningar á blaði. Aldamótakynslóðin sem byggði 38

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.