Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Page 44

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Page 44
ósnertanlega eiginleika vatnsins og tengsl þess við mannsvitundina, léttleika, hreyfingu. ljósbrot og gagnsæi sem undirölduna í hug- myndafræði hússins. Suðurhlið ráðhússins rís upp úr vatninu og endurspeglast þar við kyrrlát skilyrði. Við aðrar aðstæður endur- kastar vatnsborðið gáróttum öldu- hringjum á yfirborð hússins líkt og flöktandi eldur. Þetta ásamt skugga- myndinni frá gegnsæju þakvirkinu gerir húsið síbrey tilegt og gæðir súlur þess, veggi, burðarvirkiogþak kvik- andi lífi. Alvar Aalto sagði að ljós fyrir safnbyggingu væri sem hljóm' burður fyrir tónleikahús og lagði sig fram við að fínstilla byggingar sínar eins og um Stradivarius eða Stein- way hljóðfæri væri að ræða til að hrífandi ljósið nyti sín sem best og á sem margvíslegastan máta. Segja má að ljósið í ráðhúsinu leiki á svipuðum nótum jafnt úti sem inni en fjölmörg loftljós yfir göngugötu skapa sérstaka hrynjandi og þakljós gefa ýtsýn til himins. Líkt og ljósið og vatnið hverfast saman í gegnsæi má segja að stað- bundnar og altækar hugmyndir, og vitund skarist saman í torræðum margbreytileika svo og tilvísanir úr sögu byggingarlistarinnar. Súlunar fimmtán er halda uppi þak- brúninni leysa upp framhlið hússins og minna okkur óbeint á borgar- fulltrúana fimmtán sem eiga að halda uppi velferð okkar. Bandaríski arkitektinn og kennar- inn Louis Kahn, sem nú er látinn, minntist eitt sinn á að þegar súlan skildi sig frá veggnum í örófi tímans hafi verið um að ræða nokkurs konar frumspekilegt upphaf vestræns arkitektúrs og endurspeglast þessi hugmynd hvað fullkomnast í Akropolis grískrar menningar sem varð veigamikil táknmynd fyrir sjálfstæði einstaklingsins og við- skilnað mannsins frá náttúrunni í borgríkinu. Súlurnar er skilja sig frá norðurveggnum og súlnaröðin að framan minna okkur e.t.v. enn í dag á upphaf lýðræðislegra stj órnar- hátta en undir heldur flóknari formerkjum vegna óvenjulegrar linsulögunar, en form þeirra gengur eins og rauður þráður gegnum ráðhúsið. Og líkt og erfðavísandi litningakeðja Ijáþær mikilsverðum innanstokksmunum, handriðum og öðrum smáatriðum lögun sína og er þessi djúpstæða og stærðarlausa hugsun og mögnun snertL og tengi- punkta mjög í anda hins látna ítalska arkitekts Carlo Scarpa. Óvenjuleg tenging súlnanna við þakbitana hefur í sér kómíska tilvitnun í byggingarlist aldamóta- arkitektsins Violet Le Duc sem var einn upphafsmanna nútímatækni í notkun járns og stáls. Bogadregið 42

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.