Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Page 48

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Page 48
IV VI áfæribandi. Mikiðhefurveriðrætt um stærð og staðsetningu ráðhússins og væri það að bera í bakkafullan lækinn að bæta þar við, en vera má að nokkurrar pólitískrar einsýni hafi gætt þar sem oftar í skipulagi Reykjavíkurborgar. Þessi umræða hefur oftar en ekki verið neikvæð og skyggt á og e.t.v. hindrað nauðsynlega umræðu um aðra hluti sem nú eru í uppbyggingu eða fyrirhugaðir og sem eru hreint ekkert einka- mál stjórnmálamanna heldur almennings alls. Þar má nefna t.a.m. bíla- stæðahúsið gegnt Þjóð- leikhúsinu, framtíð Aðalstrætis og torfbæj ar- túristasafnsins, skipulag Austurvallar, staðsetn- ingu Tónlistarhúss, há- hýsi á grænum svæðum í smáíbúðahverfum, bygg- ingarnar utan í Oskju- hlíð, hafnartengsl og framtíð Hótel Borgar og Alþingis, útþenslu borg- arinnar um allar sveitir og síðast en ekki síst flutning Reykjavíkur- flugvallar. Eins og ráðhúsið verður fyrir áhrifum frá umhverfi sínu verður að gera ráð fyrir að ráðhúsið hafi áhrif á umhverfi sitt í framtíðinni. Bersýnilegt er að bygging af þessari stærðargráðu hlýtur að hafa einhver keðju- verkandi áhrif. Það er því ráð að hugleiða hvort ekki beri að huga að hugsanlegum byggingum í nánd ráðhússins t.d. beggja vegna Vonar- strætis, við Suðurgötu og Lækjar- götu og á Alþingislóðinni, því víst er aðþaðmyndiauðveldaráðhúsinu að öðlast aukið jafnvægi í slitróttu umhverfi sínu. Slíkuppbyggingværi sjálfsagt mjög í anda hins bjartsýna Júrgens Habermas og hins „ólokna verkefnis“ hans og Reykjavík til sóma ef vel tækist til. ■ Arkitektar: Stúdíó Granda Burðarþol og lagnir: Almenna verk- fræðistofan Raflagnir: Rafhönnun Forhönnun lagna og gæðaeftirlit: J. RogerPreston & Partners Sérstakir ráðgjafar: Línuhönnun, verkfræðistofan Önn, Dr. Tim Smith, Booth Muirie Byggingarstjórn og hönnunarumsjón: MAT Aðalverktaki: Istak. 46

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.