Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Side 67

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Side 67
SKIPULAG OG BYGGINGAR SEM TAKA MIÐ AF LANDSLAGI OG STAÐ- BUNDNU VEÐURFARI / Arið 1991 var í fyrsta sinn haldið samnor' rænt námskeið fyrir hönnuði og skipu- neð sérstakri áherslu á mikilvægi veðurs og landfræðilegra þátta við mótun skipulags og bygginga. Til grundvallar er lögð nýleg fræðigrein á gömlum grunni sem nefnd er „Biofysisk plan- legging”. Námskeiðið varhaldið í4 hlutum, viku í senn í hverju eftirtalinna landa: Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og á Islandi (Flúðum). Leiðbeinendur voru Anne Brit Börve arkitekt og Arne K. Sterten frá Arkitektaskólanum í Osló en þau hafa bæði mikla reynslu í skipulagningu á harðbýlum svæðum í norðanverðri Skandinavíu. Gestafyrirlesarar fjölluðu svo um afmarkaða þættisemtengjastþessu viðfangsefni. Þátttakendur voru frá ólöndum, 1 landfræðingur, 21ands- lagsarkitektar og 15 arkitektar. Frá Islandi voru greinarhöfundur og Sigurður Harðarson arkitekt. Samhliða námskeiðinu var mönnum falið að vinna ákveðið verkefni til að læra að beita þeim vinnuaðferðum sem kenndar voru á námskeiðinu. Verkefnin voru af ýmsum toga s.s. orkusparandi byggð á Jótlandi, varnir gegn um- ferðarmengun í miðborg Óslóar eða vistfræði grænu svæðanna við Stokkhólm. Verkefni okkar Islendinganna var ný íbúðabyggð í Hveragerði. GUÐRÚN HALLA GUNNARSDÓTTIR landfræðingur hjá Skipulagi ríkisins Sænskar kannanir gera ráð fyrir því að maðurinn þurfi 5 klst. sólarljós á jafndægrum til að halda geðheilsu sinni. EFNI NÁMSKEIÐSINS Þátttakendur voru þjálfaðir í að „lesa” ríkj andi veðurfar viðkomandi staðar út úr ólíku landslagi á mis- munandiárstímaþ.e. sjónmat.Auð- veldast er að ráða í „vetrarlands- lagið”. Þáeru athugaðirsnjóskaflar, legaþeirra, lögunogþykktoghengj- ur í fjöllum, á húsum eða gróðri. Einkum má þannig sjá ríkjandi vindátt, staðbundna vindsveipi og úrkomuáttir. Auðsvæðiogveðraðir fletir ílandslagi, ásteinum,bygging- um eða gróðri gefa einnig ýmsar vísbendingar. Gróðurvarskoðaður, lega hans í landslaginu, tegundir, vaxtarstefnaogvaxtarhraði.Vatna- skil, ár og lækir, mýrar og annað afrennsli lands, „kuldapollar” og frost skemmdir hjálpa einnig til við túlkun veðurfarsupplýsinga. Fjallað var um helstu vandamál tengd veðurfari á norðlægum slóðum, s.s. kulda, vind, regn og snjó og hvernig unnt er að draga úr neikvæðum áhrifum þessara þátta á manngert umhverfi með góðri skipulagningu. Lögð var áhersla á að alltaf sé gengið út frá ákveðnum staðháttum (landslagi og loftslagi) þegar skipulagt er. Ekki er hægt að yfirfæra þegar unnið skipulag eða byggingu af einum stað á annan án þess að staðfæra með tilliti til veðurfars og landslags. Fjallað var um kröfur mismunandi markhópa til veðurs og náttúru, s.s. ólíkar þarfir fólks eftir aldri eða árstíðum. Hverjireru úti.hvenær sólarhrings 65

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.