Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Síða 70

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Síða 70
Hveragerði en nær mest 49,5° að sumri til og 2,5°að vetri. NA- átt veldur mestu veðrun á Suðurlandi og hún flytur einnig mestan snjó. V indur verður hins vegar sterkastur af SA og því er oftast plantað skjól- beltum gegn báðum þessum vind- áttum til að mynda skjól og draga úr vindstrengjum sbr. við Olfusborgir. Víðir (salix) er mest notaða trjá- tegundin til skjólbeltaræktunar á þessu svæði. Hérlendis þarf að vera 10-20 m fjarlægð milli skjólbeltis og húss til að ekki myndist skaflar. Sömuleiðis draga lifandi skj ólveggir úr loft- og hávaðamengun. Skjól- belti við vegi safna að sér snjó einkumúrhornréttrivindátt. Snjó- gildra myndast ef hekk er beggja vegna vegar. Ef skj ólveggur er heill verðurmest snjósöfnun við sjálfan vegginn. Eins og hálfs metra hár skjólveggurmeð50% opnundreifir snjónum jafnt. Gróið land geymir í sér meiri sólarvarma en hvítar snjóbreiður og þess vegna verður að fara vel með þann gróður sem fyrir er á byggingarsvæði ogjafnvel að planta nýjum. Svæði eru mis- munandi gróskumikil og vaxtarform og hraði ræðst mikið af ríkjandi vindáttum. (Sbr. trjágróður við Ægisíðu.) STAÐSETNING OG LÖGUN HÚSS Stærð lóðar setur lögun og stað- setningu byggingar þröngar skorður og einnig verður að taka tillit til sólarogútsýnis. Landslag, gróður- þekja og nærliggjandi byggingar ásamt höfuðvindáttum og helstu úrkomuátt ættu einnig að hafa bein áhrif á form og staðsetningu húsa. Orkunotkun húss fer eftir formi þess. Lítið yfirborð með tilliti til rúmmáls sparar mesta orku og eru einbýlishús á tveimur hæðum með hringlaga eða ferkantaða grunnmynd heppilegust. Boga- dregin lögun bygginga dregur úr vindálagiogsveipa- og skaflamynd- un. Draga má úr orkunotkun með því að setj a köld herbergi mót norðri og austri eða þvert á vindátt. Heit / Hnattstaða Islands gerir það að verkum að hér á landi er enn mikilvægara en víða annars staðar að taka tillit til veðurfars og landslags í skipulagningu þéttbvlis og hönnun mannvirkja. herbergi og stórir gluggar ættu hins vegar snúa mót suðri. Þar sem snjóalög eru ekki mikil er oft byggt í skj óli af landslagi, gróðri eða öðrum byggingum. Æskilegt er að útisvæði (til sólbaða, leikja og vinnu) snúi mót suðvestri og gott er að nota timbur og dökka liti til að geyma varmann. Oft þarf að skýla gegn vindi úr mismunandi áttum en í slík skjól getur snjór safnast fyrir að vetrarlagi. Þess vegna er heppilegra að hægt sé að taka skjólveggi niður. TIL HVERS NOTUM VIÐ SVO ÞESSA VITNESKJU? Staðbundnar byggingarhefðir (regionalismi) og hægfara („óskipulögð”) þéttbýlismyndun fela oft í sér aðlögun að staðháttum og staðbundnu veðurfari. Þegar skipuleggja þarf stór svæði með hraði vill aftur á móti oft gleymast að reikna með þessum mikilvægu þáttum. Slík mistök draga úr nota- gildi og auka viðhaldskostnað ( aukin veðrun húsa, meiri snjó- mokstur o.s.frv. ) og veldur meiri orkunotkun ( orkusóun ) en þyrfti að vera. Hnattstaða Islands gerir það að verkum að hér á landi er enn mikilvægara en víða annars staðar að taka tillit til veðurfars og lands- lags í skipulagningu þéttbýlis og hönnun mannvirkja. Landið er á mörkum „hins byggilega heims”( sbr. vetrarborgir) og í farvegi lægða (rysjótt veðurfar) og er auk þess fjöllótt. Afofangreindum atriðum ætti að vera ljóst að kalla þarf til marga sérfræðinga til að sem heillegust mynd fáist af þeirri flóknu raðmynd sem samspil veðurs, gróðurs og landslags (náttúrulegs og manngerðs) er. I ráði er að út komi síðar á þessu ári skýrsla hjá Arkitektaskólanum í Ösló þar sem útdrættir úr verkefnum allra nemendanna verða birtir. H 68
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.