Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Side 77
.Harttw,' ttariboro .WWj:.
4 *"
j
—
r w
|t j_
m .
Eitt af fallegu torgunum í Prag.
litla bensín- og þjónustustöð fyrir
bíla inni í miðkjarnanum. Nett og
fallegt verk sem ekki var málað í
fyrirtækislitum heldur fellt með
nærgætni að umhverfinu.
Tímanum sem eftir var dagsins var
varið á mismunandi hátt eftir áhuga-
málum hvers og eins. Hópurinn
kom svo aftur saman um kvöldið.
Var snætt saman og farið á Step-
hansplats til að sjá miðborgina
uppljómaða og skoða kvöldlífið í
þessari frægu tónlistarborg.
FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER
EISENSTADT- BÚDAPEST
Dagurinn hófst á því að ekið var til
Eisenstadt, sem oft er nefnd borg
Haydns. Þegar þangað var komið
um kl. 10.00 beið okkar leiðsögu-
maður sem fylgdi okkur um borgina.
Ahugaverðar byggingar voru
skoðaðar, svo sem hinn forni
Eisenstadt' kastali sem hafði í
tímans rás tekið ýmsum stakka-
skiptum með tilliti til þarfa hvers
tímabils í sögu borgarinnar.
Upp úr 1760 var Haydn ráðinn til
Esterhazy stórgreifa í Eisenstadt sem
var smábær suðaustur af V ín. Haydn
bjó í 24 ár í kastalanum, stjórnaði
hljómsveit greifans og færði upp
óperur. Á þessum tíma samdi hann
5 messur, 11 óperur, um 60 sinfóníur
ásamt kvartettum og tríóum. Haydn
er ásamt Mozart og Beethoven
talinn til sérstaks tímabils í tónlistar-
sögunni „Wienerklassicismans”,
sem spannar tímabilið 1760 til um
1810, en þá tók við ttmabil sem
tengt er við „Rómantík”.
Síðan var gengið um gamla þorpið
eftir göngugötu sem var sérstaklega
skemmtilega útfærð að formi til en
einnig var allur frágangur og
efnisnotkun til fyrirmyndar.
Frá Eisenstadt lá leiðin til borg-
arinnar Rust við Neusiedlervatn,
sem bæði er fræg fyrir þekkt
verndarsvæði sjaldgæfra fugla-
tegunda svo og mikla vínrækt. I
Rust var snæddur hádegisverður
undir laufþaki vínviðar.
Ferðinni var síðan haldið áfram til
Búdapest, þar sem hópurinn átti að
dvelja næstu tvær nætur. Við
komum til borgarinnar um kl.
19.00. Kvöldið var notað til að
komasérfyriráhótelinu ogsnæddur
var síðbúinn kvöldverður.
FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER -
BÚDAPEST
Um morguninn var haldið til fundar
við István Feltér yfirmann skipu-
lagsskrifstofu Búdapestborgar, sem
fræddi okkur um sögu borgarinnar,
aðalskipulag og tók fyrir einstök
dæmi um uppbyggingu borgarinnar,
ásamt því að svara fyrirspumum
hópsins. Stærstu vandamálin virtust
vera gríðarleg bílaumferð svo og
75