Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Qupperneq 79

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Qupperneq 79
Frankfurt. Ný hús í miðborginni rétt við Ráðhústorgið byggð í anda eldra umhverfis, án þess að um eftiröpun sé að ræða. matarleytið. Nokkrir úr hópnum fóru niður í miðbæinn og snæddu þar kvöldverð og skoðuðu sig um. Farið var með neðanjarðarlest og tók ferðin örskamman tíma. Brautarstöðvar og vagnar voru til fyrirmyndar, bæði öll útfærsla og umgengni. Prag á langa og merka sögu sem höfuðborg verslunar, lista og vísinda í Mið-Evrópu. Hún stendur við Moldá sem er þverá Elbu og var á miðöldum höfuðborg hins mikla konungsríkis í Bæheimi. A fimmtándu öld var Prag miðstöð „hússittanna” sem voru fylgismenn Jóhanns Húss og kenninga hans. Herjað var á borgina í þrjátíu ára stríðinu og borgin lá síðan mjög undir áhrifum Habsborgara sem reyndu að kaþólska íbúana og þröngva upp á þá þýskri menningu og tungu. Á nítjándu öld reis upp sterk tékknesk þjóðerniskennd og núverandi Tékkóslóvakía varð sjálfstætt ríki 1918 með Prag sem höfuðborg. Prag er forkunnarfögur borg með urmul af fögrum byggingum frá öllum tímum. Að ganga „konung- legu míluna” frá gömlu markaðs- torgunum um þröngar steinlagðar götur girtar fagurskreyttum húsum um Karlsbrú yfir Moldá, upp í „kastalann” og um götur og torg innan kastalaveggjanna er ólýsan- legt ævintýr og ógleymanlegt. Ekki einungis eru veggir borgarinnar, þ.e. hús og hallir, samfellt listaverk heldur er einnig gólfið, þ.e. götur, gangstéttir og torg, fögur listasmíð. SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER PRAG Þennan morgun var ákveðið að hópurinn skyldi skoða elsta hluta þessarar miklu heimsborgar eða kastala Pragborgar. Þessi kastali er í raun stjórnaraðsetur innan borgar- múra í þorpsmynd. Hann á upphaf sitt að rekja til tíundu aldar en hefur tekið sífelldum breytingum allt fram á þessa öld. Innan virkis- veggjanna er að finna byggingar frá hinum ýmsu tímabilum sögunnar, hverja annarri fegurri. I dag hefur forseti landsins aðsetur sitt þar og menning og listir blómstra þar bæði innan dyra sem utan. Nú lá leið eftir Karlsbrú sem er ævintýralegt listaverk. Markaðs- stemmning ríkti hvarvetna og listamenn léku listirsínar. Varsíðan haldið inn í gamla borgarhlutann handan árinnar og sem leið lá inn á markaðstorgið. Athyglisvert var hve hreinlegt var á götum úti, og átti það við hvert sem farið var um Pragborg. Kl. 18.30 var svo haldinn fundur þátttakenda í salarkynnum hótels- ins, þar sem rædd voru áhrif þau sem við í hópnum höfðum orðið fyrir og hvernig mætti heimfæra þau á skipulagReykjavíkur. Fundar- gerð var rituð. 77
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.