Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Page 82

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Page 82
Var lagt af stað heim á leið um kl. 15.30 með millilendingu í London og komið til Keflavíkur um miðnætti 3. október. HELSTILÆRDÓMUR AF FERÐINNI 1. Göngusvæði þurfa að vera heillegri en nú er í Reykj avík. Götur, sund og torg þarf að tvinna saman. Starfsemi þarf að vera fjölbreytt og gjarnan uppákomur og listalíf utanhúss. A slíkum svæðum á forgangur gangandi að vera ótvíræður og ýmislegt gert til að undirstrika það. 2. Allur frágangur í miðborg þarf að vera vandaður og efnis val og hönnun í háum gæðaflokki. Þetta á við hús, götur, torg, skilti og götugögn. 3. Huga þarf að fjármögnun til að geta tekið þátt í og stuðlað að friðun húsa eða heilsteyptu umhverfi með hagstæðum lánum og/eða styrkjum. 4. Eðlilegt er að byggingarskilmálar séu nákvæmari og strangari í gömlum miðbæjarkjörnum en annars staðar. 5. Ymislegt áhugavert var að sjá í nýju íbúðarhverfunum í Vín, en mannlífið vantaði - svefnhverfi? 6. Dæmi um nýbyggingar í gömlu miðborgunum bæði góð og slæm. Nokkur mjög góð dæmi, t.d. „Karstadt” við göngugötuna í Núrnberg, sýna að með skilmálum og góðum arkitektúr er hægt að taka tillit til umhverfis sem er samstætt fyrir og hefur sögulegt og listrænt gildi. Oft er svo um ferðir sem þessa, að nokkurn tíma tekur að melta áhrifin og koma þau gjarnan betur til skila í umræðu að nokkrum tíma liðnum. ÚTILAMPAR í MIKLU ÚRVALI í GARÐINN • Á SVALIRNAR • VIÐ ÚTIDYRNAR ítölsk hönnun fyrir íslenska veðráttu LJOS & ORKA HF Skeifan 19-108 Reykjavík • Sími 91-84488 80

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.