Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Page 84

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Page 84
GLERJVIÁLVERK MARGRÉTAR ZÓPHANÍASDÓTTUR Allt frá því að Absalon biskupgaf Skálholts- kirkju fyrstu gler- gluggana hér á landi árið 1195 höfum við gert okkur grein fyrir því hvað gler getur verið mikilvægt í byggingarlist. Að vísu liðu margar aldir þangað til fólk hafði almennt efni á að nota gler í glugga, en sá tími er nú liðinn og líka sá tími að glæsileiki húsa var talinn í gluggarúðum. Því fer samt fjarri að arkitektar hafi skilið mögúíeika þessa efnis til hlítar eða nýtt þá að neinu marki. Þetta á ef til vill sérstaklega við um litað gler sem ennhefur aðallega verið notað í trúarlegum býggingum hér á landi. Litað gler gæti samr farið vel í hvaða byggingu sem er og gæti bæði lífgað umhverfi okkar hér á landi mikið í skammdeginu og verið augnayndi á öllum tímum árs. Nýafstaðin sýning Margrétar Zóphóníasdóttur á Kjarvalsstöðum sýndi vel hvaða möguleika þetta efni hefur í byggingarlist, en gefum henni orðið: „I frj álsri myndlist hefur glerið heilb að marga vegna fjölbreytilegra túlkunarmöguleika og ekki hvað síst vegna þeirrar ögrunar sem efnið felur í sér. Glermálun er tvíeggja. Glerið er náttúruefni sem er óstýrilátt en jafnframt ögrandi og spennandi. Utkoman er aldrei örugg. Jafnframt þarf að hugsa um litina öðruvísi en þá sem eru á glerinu því við brennslu breytast þeir allmikið. Einnig er erfitt að mála á glerið þar sem einungis er hægt að leggja litinn á einu sinni og ekki blanda hann með öðrum lit, þar sem liturinn fer af við viðkomu. Hægt er að brenna einn 82

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.