Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Page 87

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Page 87
Mynd 2. Áætluð byggð á höfuðborgarsvæðinu árið 2010. Kortið er unnið á ARC/INFO tölvukerfi af Ólafi B. Halldórssyni arkitekt á Borgarskipulagi. hefur, það er útgáfa á nýju skipulagskorti með breytingum á fjögurra ára fresti. Tilgangurinn með þessari stefnu- mörkun var að gera aðalskipulagið að handhægara stjórntæki og að efla tengsl við borgarbúa. Einnig að stytta vinnslutíma aðalskipu- lagsins. Til upprifjunar og fróð- leiks má geta þess, að A.R. 1962- 1983 tók 6 ár í vinnslu og A.R. 1984-2004 4 ár. Tölulegar upplýs- ingar í þessum skipulagsáætlunum voru því orðnar úreltar þegar þær komu út. Aðalskipulag Reykjavíkur 1990- 2010 var unnið í samræmi við þessi markmið, enda eru breytingar frá eldra aðalskipulagi ekki veiga- miklar. Nýja aðalskipulagið var 2 ár í vinnslu, þ.e. bæði í undir- búningi og í umfjöllun í stjórn- kerfinu. FRAMSETNING OG EFNISTÖK ÍA.R. 1990-2010. Aðalskipulagið er því gefið út á einu korti (stærð Al) með land- notkunarkorti á framhlið og greinar- gerð á bakhlið og er það hin staðfesta skipulagsáætlun. (Mynd 1.) Þetta eru nýmæli í framsetningu staðfests aðalskipulags hér á landi. Á bakhlið landnotkunarkortsins eru prentuð 4 mikilvæg þemakort þau eru: 1) Helstu byggingasvæði. 2) Helstu umbætur á aðalgatna- kerfi. 3) Fráveitukerfi og gámastæði. 4) Flokkun opinna svæða. I hinni staðfestu greinargerð, sem aðeins er um 8 bls. að lengd, er aðaláherslan lögð á stefnumörkun varðandi byggðaþróun, aðalgatna- 85

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.