Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Síða 88
kerfi og landnotkun. Með því að
leggja aðaláherslu á stefnumörkun
og fr amtíðarsýn er hægt að takmarka
umfjöllun um ýmsa þætti sem ekki
þarf að staðfesta, eins og þróun
byggðar í borginni seinustu árin,
náttúrufarsþætti sem breytast lítið
á stuttum tíma og ýmsa félagsþætti,
svo dæmi séu tekin.
Einnig tókst að stytta greinargerð
aðalskipulagsins með því að draga
talnagrunn og helstu áætlanir
saman í eitt hefti, sem gefið var út
við upphaf skipulagsvinnunnar.
Auk hins staðfesta aðalskipulags er
gefið út 50 bls. litprentað upp-
lýsingarit með ítarlegri texta og fleiri
skýringamyndum en í staðfesta
skipulaginu. Þá mun fylgja aðal-
skipulaginu sérstakt útivistar- og
stígakort sem gefið verður út í sumar
eða haust.
Helstunýmæliviðgerð A.R. 1990-
2010 eru þessi:
■ Kynning á aðalskipulaginu í
upphafi skipulagsvinnu.
■ Staðfest aðalskipulag á einu korti,
landnotkun á framhlið og greinar-
gerð á bakhlið.
■ Endurskoðun aðalskipulags í
upphafi hvers kjörtímabils.
■ Landnotkunarkortímælikvarða
Mynd 3. Ný íbúða- og athafnasvæði samkvæmt A.R. 1990 - 2010.
NÝBYGGÐASVÆBI
1:10.000 - sýningarkort.
■ Talnagrunnurognýjaráætlanir
í sérhefti.
■ Upplýsingarit með ítarlegri texta
og fleiri skýringamyndum en í
staðfestri greinargerð, m.a. kort sem
sýnir stöðu deiliskipulags á
nýbyggðasvæðum, (Mynd 3) kort
af höfuðborgarsvæðinu, sem sýnir
gildandi aðalskipulagsáætlanir
sveitarfélaganna og eignarlönd
Reykjavíkur. Kortið nær austur
fyrir Þingvallavatn. (Mynd 2)
Kort af Hengilssvæðinu, framtíðar-
útivistarsvæði höfuðborgarbúa, sem
sýnir m.s. drög að stígakerfi á svæði
BREYTINGAR Á LANDNOTKUN OG
GATNAKERFI
I dag nær byggð í Reykjavík yfir um
4 þús. ha og er áætlað að á næstu 20
árum muni um 750 ha til viðbótar
fara undir byggð.
Ibúar Reykjavíkur voru um seinustu
áramót um 100 þúsund og verða
samkvæmt áætlunum aðalskipu-
lags á bilinu 115 til 125 þúsund
mánns árið 2010.
Helstu breytingar á landnotkun og
aðalgatnakerfi samkvæmt nýja
aðalskipulaginu eru á norðaustur-
svæðum borgarinnar norðan
Grafarvogs.(Mynd9.) Aþvísvæði
munu búa um 30 þúsund manns
árið 2010; í Grafarvogshverfunum
(8 þús.), í Borgarholtshverfunum
(12 þús.), Geldinganesi (5 þús.) og
í Hamrahlíðarlöndum (5 þús.).
Stærsta breytingin er nýtt hafnar-
svæði í Eiðsvík milli Geldinganess
og Gufuness. Stór þjónustukjarni
86