Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Side 97

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Side 97
ÚTIVISTARSV/fÐI NÝ VIÐHORF Landslagsarkitektar þurfa að gefa mörgu gaum þegar þeir hanna garða við stofnanir og önnur almenn útivistarsvœði. Líklegt er að þeir sem mest yndi hafa af þeim séu einmitt fólk sem af einhverjum óstœðum á erfitt með að komast leiðar sinnar og fullnœgja eðlilegri þörf fyrir útivist. BJÖRN AXELSSON nemi í landslagsarkitektúr í Bretlandi ítonskraftur mennta- skælinganna, sem þjóta upp og niður tröppur gamla skólans, vekur örugglega upp minningar um léttari tíð hjá þeim sem þykir nóg um að staulast upp Amtmannsstíg. Það er þó ekki aðeins fólk sem komið er af léttasta skeiði sem finnst brattinn erfiður, því öll höfum við einhvern tímann lent í erfiðleikum með að komast leiðar okkar. Jafnvel smá- vægileg en oft og tíðum vandræða- leg atvik á háum hælum á ósléttu yfirborði gætu flokkast undir það. Þungaðar konur, fólk með barna- vagn og þeir sem hafa tognað eða fótbrotnað eiga oft í basli með að komast upp brattar tröppur. Hindranir í umhverfinu eru af ýmsum toga og ekki ætti að gleyma að því fylgja viss forréttindi að komast léttilega allra sinna ferða. Manngert umhverfi þarf að vera hugsað og skipulagt þannig að allir eigi möguleika á ánægjulegri útÞ vist. ÝMSAR LAUSNIR V ið hönnun útivistarsvæða og garða þarf sérstaklega að huga að þeim sem eiga við einhverja hreyfi- hömlun eða fötlun að etja, hvort sem hún er tímabundin eður ei. Það eru einmitt þeir sem mest þurfa að sækja sér yndi og ferskt loft í skrúðgarða í þéttbýli. Þannig geta útivistarsvæði og garðar skapað nýjar víddir í afþreyingu og hreyf- ingu sem skiptir höfuðmáli fyrir marga. Aukin hreyfing eykur almenna vellíðan. Hún bætir andlega jafnt sem líkamlega heilsu og það er læknisfræðilega viðurkennt að oft dregur hún úr lyfjanotkun. Þennan þátt ætti ekki að vanmeta. Hentugir göngustígar þurfa að vera til staðar svo og góð staðsetning dvalarsvæða og bekkja með tilliti til útsýnis, sólar, skjóls og mannlífs sem allir hafa ánægju af. Bekki, ljósker, klakka og annað því um líkt er þó best að hafa til hliðar við aðahgönguleiðir. I nágrenni við sambýli aldraðra eru áfangastaðir mikilvægir sem hvetja fólk til hreyfingar. Þargætikaupmaðurinn á horninu eða aðrir áþekkir þjón- ustuaðilar komið inn. Með þetta í huga mætti forðast þá tilhneigingu að koma allri þjónustu við aldraða undir sama þak. Að klöngrast upp tröppur er mikil mæða fyrir suma svo ekki sé minnst á þann erfiðleika sem þær valda fólki í hjólastól, á hjóli eða með barnavagn. Þetta er reyndar minni KOLBRÚN Þ. ODDSDÓTTIR landslagsarkitekt vandi fyrir hjólreiðaskauta og brettafólk því oftast er einfalt að renna sér fram hjá eða spóla upp grasið eða plöntubeðið sitt hvorum megin tröppunnar. Afleiðingarnar má sjá vítt og breitt á grasbölum sem hafa verið traðkaðir í svaðið. Rampar (skábrautir við tröppur) myndu leysa þennan vanda og ættu þeir að vera alls staðar þar sem hæðarmismun er að finna sem valkosturviðtröppur. Handriðættu ávallt að vera við tröppur sitt hvorummegin eða í miðju til stuðnings. Þau eru mikil hjálp fyrir blinda sem margir nota staf til að átta sig betur á umhverfinu í kringumsig. Ekki má þó gleyma að hlutir sem staðsettir eru í 67 cm hæð eða ofar eru ekki nemanlegir með blindrastaf. HVÍLD OG GRÓÐUR Stoðveggir eru algengir í görðum og eru þeir tilvalinn áningarstaður fyrir þreyttan göngugarp. Þar er hægt að hvíla lúin bein og njóta litadýrðar og anganar plantna, sem og fegurðar náttúrunnar. Með einföldum að- ferðum er hægt að auðvelda fólki að standa upp aftur, t.d. með því að hafa öfugan fláa á veggnum að neðan þannig að það skapist rými fyrir hælana á fólki. 95

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.