Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Page 10

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Page 10
Óhefðbundin heilbrigðisþjónusta: „að læðast inn bakdyramegin“ 10 .. ferð og séð hvernig hún bætti þá sem hjúkrunarfræðinga leiti þeir uppi fleiri meðferðir til að bæta sig enn frekar. Þannig auki þeir möguleika sína til að hjálpa fólki. Í starfi Hjúkrunarfræðingarnir töluðu um að ef vinnustaður þeirra er jákvæður í garð óhefðbundnu með- ferðanna sem þeir hafa menntun í þá séu þær gjarnan notaðar. Þó er mismunandi hvort hjúkrunar- fræðingarnir séu hvattir til að nota meðferðirnar eða að notkun þeirra sé einfaldlega látin óáreitt. Einn hjúkrunarfræðingur, Linda, var hvött af yfirmönnum sínum til að útbúa bækling fyrir sjúklinga með upplýsingum um meðferðirnar sem hún veitir og hvað þær geri. Þá geta áhugasamir fengið slíka þjónustu að auki. Linda segir að á vinnustað sínum megi til dæmis nota slökunarmeðferðir, sjón- sköpun, jákvæðar staðhæfingar og jafnvel heilun. Vala segir að þegar hún byrjaði fyrst að tala um óhefðbundnar meðferðir eins og Bowen- tækni og höfðubeina- og spjaldhryggjarmeðferð á vinnustað sínum hafi læknarnir hlegið að henni. En þá hafi hún sagt „bíddu, mér er nákvæmlega sama hvaða skoðun þið hafið á þessu, það sem skiptir mig máli er að ég sé að fólki líður betur, og það hlýtur að vera sá mælikvarði sem að ég horfi á.“ Í dag hefur hún unnið sig upp í stjórnunarstöðu og notar það sem hún telur þjóna sjúklingunum sínum best, sama hvaðan úrræðin koma. Hún segir að „læknar, alla vegana hjá okkur, þeir eru ekkert nei- kvæðir út í þetta, þeir eru kannski ekki að spyrja mikið eða svona ekkert alltof mikið að sýna áhuga en eru heldur ekkert að setja sig á móti.“ Klara segir svipaða sögu, að hún hafi alltaf verið hreinskilin með hvaða meðferðir hún noti og hiki ekki við að gera það. Af og til kom fyrir að læknar báðu hana um hjálp við sérstök tilfelli, báðu um álit hennar út frá sérþekkingu hennar og báðu jafnvel um hjálp fyrir sig sjálfa en „það mátti enginn heyra, bara þegar þeir ná mér einni af því að ég var alltaf með þetta opið.“ Sumir hjúkrunarfræðinganna greindu frá því að þeir noti dáleiðslu, hugleiðslu og jafnvel bænir til að hjálpa sjúklingum sínum á einn eða annan hátt í vinnu sinni sem hjúkrunarfræðingar. Þegar starfsumhverfi hjúkrunarfræðinganna leyfir eða umber ýmsar viðbótarmeðferðir þá nota hjúkrunarfræðingarnir þær en samkvæmt þeim er notkunin sjaldan skráð í sögu sjúklinganna. Þar af leiðandi getur verið erfitt að greina opinberlega gagnsemi meðferðanna. Ef til vill má líta á tilraunir hjúkrunarfræðinganna til að útvíkka starf sitt með því að nota meðferðirnar sem dæmi um hvernig óhefðbundin hugmyndarfræði getur átt þátt í að móta ríkjandi hugmyndafræði eins og Gramsci (1986), Bennett (1986), Williams (1977) og Foucault (1977a, 1977b, 1978, 1980) ræða í sínum verkum. Í feluleik Það fer eftir vinnustað hjúkrunarfræðinga, andrúmsloftinu þar, samstarfsfólki og auðvitað hjúkr- unarfræðingunum sjálfum hvernig og hvar meðferðirnar eru notaðar. Nokkrir hjúkrunarfræðinganna töluðu um að þó vinnustaður þeirra væri neikvæður í garð meðferðanna sem þær hafa menntun í gef- ist engu að síður tækifæri til að nota þær. Þá var aðallega átt við heilun en einnig var minnst á ýmiss konar nuddtengdar meðferðir. Sunna segir að „auðvitað getur maður gert helling af svona heildrænu eða jafnvel heilað eða gert ýmislegt inni á spítalanum innan um þessi hefðbundnu hjúkrunarstörf.“ Tveir hjúkrunarfræðinganna minntust á að heilun laumist stundum með daglegum störfum þeirra og einn þeirra, Linda, lýsti dæmi af vinnustað þar sem boðið var upp á fótanudd á kvöldin: Þá náttúrulega þegar maður er farinn að sinna fólki svoleiðis þá óhjákvæmilega þá er heilun í, samhliða, maður er ekkert að loka á það, og fólk minnist stundum á það, maður heyrir svona komment, ‚hendurnar eru heitar‘ eða ‚það er straumur eftir fótunum.‘ Hún segir að það hafi komið fyrir, þegar fólk verði vart við að heilun eigi sér stað, að það biðji um meira. Linda er ánægð með að fólk vilji þiggja heilunina en á sama tíma segir hún að „maður er alltaf
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.