Íslenska þjóðfélagið


Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Qupperneq 22

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Qupperneq 22
Mótun verðuga sjálfsins í menntaskólanum 22 .. reynslu nemanda af skólanum, virkni í félagslífi, sjálfsígrundun og vinatengslum sem og tilfinninga- legri reynslu innan skólans, e) framtíðarvæntingum (val á framhaldsnámi), f) bakgrunni/sýn á eigið uppeldi, g) gildum og pólitískum hugmyndum um menntun. Að djúpviðtali loknu svöruðu nemendur stöðluðum spurningalista (rafrænt) þar sem menntun og störf foreldra, tómstundaiðkun og ákveðnir þættir í menningarneyslu unglinganna voru kortlagðir til að greina betur menningarlega stéttarstöðu. Megingreiningaráherslan í þessari umfjöllun er á viðtölin við þá sex af 24 þátttakendum sem völdu hátt skrifaða skóla og eiga sér bláflibbauppruna eða hafa alist upp í fámennu samfélagi þar sem flestir byggja afkomu sína innan frumvinnslugreina og iðnaðar. Fyrst og fremst var það metið út frá menntunarstigi og starfi uppalenda og búsetu. Tafla 1: Stéttaruppruni nemenda Skóli Tenging við bláflibbauppruna Tenging frá bláflibbauppruna Ásta Asparskóli Verknám foreldra Í frekar rótgrónu millistéttarhverfi á höfuðb. svæði og foreldrar unnið sig upp í starfi. Einar Víðisskóli Í litlu landbúnaðarþorpi úti á landi Foreldrar með háskólamenntun María Hlynsskóli Verknám og bláflibbastörf foreldra Í ríku efnahagshverfi á höfuðb.svæði Benedikt Greniskóli Foreldrar eru bændur sem fluttust nýlega á mölina í úthverfi með fremur lágan menntunarauð Ragný Reynisskóli Uppalin í afskekktu sjávarþorpi þar sem menntunarauður er lágur Foreldrar eru með háskólapróf og starfa í sam- ræmi við menntun. Sóley Greniskóli Uppalin á sveitabæ. Verknám og bláf- libbastörf foreldra. Ættingi úr rótgrónu millistéttarhverfi hvetur hana til að koma „suður“ í skóla og búa hjá sér. Þátttakendur hafa bláflibba- og eða dreifbýlisuppruna ólíkt öðrum nemendum í úrtakinu fyrir hátt skrifuðu skólana, en fá inngöngu í rótgróinn og eftirsóttan menntaskóla í gegnum háar einkunnir. Af öllum viðmælendum úr hátt skrifuðu skólunum eiga 14 af 24 háskólamenntaðan föður og 21 háskólamenntaða móður. Það er mun hærra hlutfall en í skólunum sem eru ekki hátt skrifaðir en þar áttu sex nemendur af 24 mæður með háskólamenntun og hlutfall háskólamenntaðra feðra var það sama. Í úrtakinu úr hátt skrifuðu skólunum eiga einungis tveir nemendur bæði föður og móður án háskólamenntunar (María Hlynsskóla og Ásta Asparskóla) en foreldrar áttu að baki verknám úr framhaldsskóla og því ber að hafa í huga að þeir nemendur sem eru hér til umfjöllunar eru langt frá því að koma úr neðstu lögum stéttarsamfélagsins en í samanburðinum við marga aðra nemendur í menntaskólanum hafa þau mótað annars konar veruhátt sem gerir það að verkum að þau finna sig öðruvísi. Sú persónulega tenging sem þau hafa við hvítflibba í millistétt á í sumum tilfellum þátt í því að þau velja skólann. Hér er því gerð nokkuð ítarleg greining á flækjustiginu við að greina stéttaruppruna þeirra og hún fæst eins og áður sagði í gegnum eigindlega gagnasöfnun sem er studd með stöðluðum spurningalista. Félagsleg staða nemendanna er misjöfn, sum þeirra tilheyra hefðbundinni verkalýðsstétt í borg- inni eða þorpinu og ein hefur innflytjendabakgrunn en hefur þó búið á Íslandi síðan hún var að hefja grunnskólanám. Enn önnur koma úr sveit, tilheyra stétt sem hafði fyrr á tímum nokkra yfirburða- stöðu í samfélaginu (bændasamfélagið) en er í dag frekar valdalítil vegna breyttra atvinnuhátta og ekki síst vegna þess að þekkingarhagkerfi hvítflibbanna hefur náð ríkjandi stöðu í nútímanum. Til að varpa skýrara ljósi á upplifun sem rekja má til stéttamunar liggur fyrir greining á nemendum úr rótgróinni millistétt hvítflibba (Berglind Rós Magnúsdóttir og Unnur Edda Garðarsdóttir, 2018) þannig að í einstaka tilfellum er einnig vísað til þeirra sem hafa slíkan uppruna til samanburðar og hafa sótt sömu skóla.1 1 Sjá nokkuð ítarlega skilgreiningu á rótgróinni millistétt á bls. 6 í grein Berglindar og Unnar Eddu (2018).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.