Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Síða 26

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Síða 26
Mótun verðuga sjálfsins í menntaskólanum 26 .. hingað “. Sjálfsmyndin beið hnekki og áríðandi varð í huga hennar að laga sig að ásættanlegum veruhætti á vettvangi. Líkt og Sayer (2014) fullyrti hefur skömm yfirleitt vísun í vitund einstaklings- ins um vangetu til þess að hegða sér og jafnvel lifa lífinu á viðurkenndan hátt, líta út á þann hátt sem talinn er ásættanlegur í ákveðnu félagslegu samhengi eða ná árangri sem talinn er nauðsynlegur til þess að skipa sér í raðir þeirra sem njóta virðingar í samfélaginu. Það að laga sig að vettvangi varð þannig að talsvert brýnu verkefni í huga Ragnýjar, ekki aðeins hvað varðar hegðun út á við heldur einnig hvað varðar námið og námsárangur. Það myndi einnig fylgja því mikil skömm að standa sig ekki í náminu, þá helst gagnvart fólkinu heima. Mesta skömmin myndi felast í því að enda í fjöl- brautaskóla á sama landsvæði og menntaskólinn sem hún gengur í. Ragný telur þann skóla algera endastöð í lífinu: Já krakkarnir eru mjög mikið að tala til dæmis ef manni gengur illa þá segir fólk kannski já ef þú fellur þá ferðu bara í X-fjölbrautaskóla en það er samt bara verið að gera grín að því, því það myndi enginn fara þangað... eða þú veist. Ég myndi heldur aldrei fara í X-fjölbrautaskóla ef ég myndi hætta hér (Ragný, Reynis- skóli). Hérna birtist afgerandi aðgreining milli bóknámsskólans og fjölbrautaskólans, því sá síðarnefndi inngildir verknámsnemendur og menntaskólinn tekur einungis við þeim sem ætla sér menntaveg hvítflibbans. Ragný talar á óvæginn hátt um þá nemendur sem ganga í þennan tiltekna fjölbrauta- skóla. Þau siðferðislegu mörk sem dregin eru upp á milli þessara hópa eru mjög afgerandi, þar sem nemendur í þessum fjölbrautaskóla eru skilgreindir sem latir og metnaðarlausir, ekki ósvipað og meðal sænsku nemendanna í rannsókn Jonsson og Beach (2015): [...] eins og t.d. í fyrsta bekk fór ég einu sinni í strætó og þar voru einhverjir strákar sem voru bara ógeðslegt pakk og ég hugsaði bara: úff þessir eru örugg- lega úr X-fjölbrautaskóla og síðan voru þeir það. Og ég hugsaði bara úff já, […] æ ég veit ekki bara svona tilfinning (Ragný, Reynisskóli). Ragný kemur samt sem áður úr sjávarþorpinu og þekkir ýmsa nemendur sem fóru í verknám í þenn- an fjölbrautaskóla en talar hér eins og hún þekki ekki slíkt fólk; þetta hafi meira verið byggt á til- finningu um hvernig nemendur úr þessum skóla komi henni fyrir sjónir. Samkvæmt Davies og Harre (1990) snýst umbreyting veruháttarins að miklu leyti um að læra og tileinka sér orðræðu og aðgerðir millistéttarinnar sem miða að því að innlima ákveðna gerð af fólki og útiloka aðra, með skírskotun í virði þeirra, hegðun, neyslumynstur og útlit. Slíkt ferli er augljóst í málflutningi Ragnýjar en til þess að tilheyra þessum nýja virðingarverða hópi þarf hún að framandgera (e. othering) þá sem hún í raun þekkir frá æskuvettvangi en standa á táknrænan hátt í andstæðuvenslum við ímynd millistéttarinnar. Til þess að upplifa það skýrt að færast frá einum hópi og „upp í“ annan hóp þarf að hafna hópnum sem stendur neðar í stéttastiganum, og oftar en ekki er það gert á siðferðilegum grundvelli (Sayer, 2014). Rétt er að nefna að Ragný hefur ekki hreinan bláflibbabakgrunn þar sem foreldar hennar eru háskólamenntaðir en þekkt er að einstaklingar sem hafa blandaðan stéttarbakgrunn finna enn sterkari þörf til aðgreiningar ef miðað er við þá sem hafa hreinan hvítflibbabakgrunn, enda er stéttarstaða þeirra síðarnefndu tryggari og tilfinning þeirra um samsömun við gildi millistéttarinnar er jafnframt ótvíræð og jafnvel eðlisgerð (e. naturalized). Sú tegund þekkingar sem í orðræðunni er tengd við bláflibba, þ.e. verkleg þekking, er gengis- felld á kerfisbundinn hátt í skólakerfinu. Skýrasta dæmið um það er að þekking hvítflibba, bóknáms- þekking, veitir greiðari aðgang að æðri menntun og þar með hærri stöðu í stigveldinu. Slík þekking er jafnframt aðgengilegri þeim sem tilheyra efri stéttum, einmitt vegna þess að hún byggir á grunni millistéttagilda. Þannig endurskapar kerfið sig í sífellu, staðfestir, réttlætir og endurframleiðir æðri stöðu milli- og efristétta í menntakerfinu og samfélaginu almennt. Þessa venjuvisku hafa nemendur alla jafna tileinkað sér strax í grunnskóla.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.