Íslenska þjóðfélagið


Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Qupperneq 27

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Qupperneq 27
Berglind Rós Magnúsdóttir og Unnur Edda Garðarsdóttir 27 .. Að þroska með sér menntaðan veruhátt: Öryggi og vald til merkingarsköpunar og táknrænna áhrifa (e. symbolic power) Sóley hefur, í gegnum veruna í Greniskóla, sankað að sér nýrri gerð af auðmagni, auðmagni sem til- heyrir einna helst frjálslyndu, menningarlegu millistéttinni, en um er að ræða frjálslynd, gagnrýnin gildi og vald til þess að endurskilgreina veruleikann í gegnum menningarlega iðkun og akademíska þekkingarsköpun. Hér er á ferðinni það sem Bourdieu (1989) kallaði vald til þess að skapa heiminn (e. worldmaking power), nokkurs konar forskot í táknbundnum átökum um það hvað telst vera raun- veruleg og eðlileg framsetning veruleikans. Það forskot hefur ávallt verið stéttarbundið en ólíkir hópar millistéttar berjast jafnan um slíkt vald og er nátengt félagslegri stöðu en tiltekin staða veitir einstaklingum og hópum lögmætingu til þess að móta heiminn en einnig er um að ræða tilfinningu fyrir því að maður sé verðugur þess valds að hafa áhrif á heiminn. Slíkt vald er einnig mikilvægur liður í mótun þess sem kalla mætti „menntaðan veruhátt“ (e. educated habitus) sem margir af okkar nemendum eru í óða önn að byggja upp og felur m.a. í sér jákvæða sýn á sjálfan sig sem námsmanneskju og á skóla og kennara, hástemmdar og skilgreindar framtíðaráætlanir um háskólanám og viðeigandi sjálfsögun, þekkingu og athafnir (Nash, 2002). Sem dæmi um þetta má nefna akademíska þekkingu á kynja- og hinseginfræðum sem Sóley hefur tileinkað sér í framhaldsskólanum og sem hún sér svo fyrir sér að breiða frekar út í framtíðinni. Verkefnið felst í að endurskilgreina kynjakerfi samfélagsins. Í gegnum þetta ferli hefur hún öðlast meira öryggi og býr nú yfir þeirri ákveðni sem hana skorti í æsku, nokkuð sem er einkennandi fyrir millistéttirnar (Bourdieu, 1984; Mallman, 2017; Reay, 1996). Hún lýsir sér á þennan hátt: „Ég tek pláss og svona,“ en sú upplifun er ólík því sem hún á að venjast úr æsku. Í rannsókn Sigurjóns Björnssonar (1980), sem grein er gerð fyrir í bók hans Börn í Reykjavík, lögðu lægri stéttir áherslu á að börn sín væru kurteis, fylgdu reglum og sýndu auðsveipni á meðan efri stéttirnar lögðu meira upp úr sjálfstæði og ögrun, svipað og komið hefur fram í erlendum rannsóknum um stétttengdar uppeldisaðferðir (Lareau, 2003). Einnig er Sóley hægt og rólega að laga sig að veruhætti menn- ingarelítunnar hvað varðar þekkingu og smekk á bókmenntum og tónlist en hún segir: „Ég svona er að finna ást á íslenskum skáldsögum sem eru aðallega persónuleikadrifnar, ekki svona plottdrifnar,“ en þá ást fann hún í yndislestursáfanga í skólanum. Eins finnur hún mikla breytingu á eigin fé- lagsauði og stöðu meðal ungs fólks: „…ég fer á ungsveitarsinfóníutónleika og þekki svona annan hvern mann.“ Það að finna sig velkomna og hluta af hópnum á viðurkenndum valdavettvangi menn- ingarelítunnar er liður í að meta staðsetningu sína í klifinu upp stéttastigann. Reay (1996) fjallar um félagslegan hreyfanleika í gegnum akademíska menntun og fullyrðir í þessu samhengi að um leið og einstaklingur tileinkar sér smekk og orðræðu akademíunnar sé fyrri veruháttur að einhverju leyti fyrir borð borinn og skil sköpuð á milli uppruna-vettvangs og nýs vettvangs. Það samræmist vel upplifun Sóleyjar á þróun eigin veruháttar. Hið sama á við um Benedikt en í gegnum veru sína í skólanum hefur hann öðlast aukna hlutdeild í merkingarsköpun samfélagsins. Hann hefur áttað sig á því að hann getur haft áhrif á samfélagið, t.d. í gegnum stjórnmál með þjálfun í gegnum tilteknar námsgreinar, tiltekin pólitísk skólafélög eða skólakeppnir (eins og Morfís): …ég hef verið meira að átta mig á hvað er í gangi í samfélaginu og þannig séð komið upp áhuga mínum á pólitík. Eða þú veist, ég, það var svona þannig séð kynnt fyrir mér í menntaskóla, ekkert eitthvað alvarlega, en það var bara ekki fyrr en ég fór í Grenó að ég fór að átta mig á því að svona mál skipta máli (Bene- dikt, Greniskóli). Samfara þessu ferli finnur hann aukið öryggi til þess að koma hugðarefnum sínum og skoðunum á framfæri, t.d. í gegnum ræðukeppnina Morfís. Þegar upplifun þessara nemenda er borin saman við upplifun þeirra sem tilheyra rótgróinni millistétt má sjá að millistéttin hefur mun frekar reynslu af hinum táknræna heimi eins og umræðum um stjórnmál, bókmenntir og listir og heimsmál í æsku.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.