Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Page 53

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Page 53
Ragný Þóra Guðjohnsen og Telma Tórshamar 53 .. Nokkrir viðmælenda ræddu drauminn um að verða hluti af lífi barnanna sinna. Helgi sagðist vilja verða „edrú ... í góðri vinnu ... með umgengni við strákinn minn“ og Sara átti vonina um að „vera með strákinn [s]inn og ... eðlilegt húsnæði, ekki þurfa að vera á götunni“. Fram kom að baráttunni við edrúmennsku fylgdi „vinna í andlegu hliðinni“ og það væri erfitt verkefni. Þá kæmi löngunin í flóttann. Siggi lýsti hversu mikilvægt það væri fyrir hann að forðast að horfast í augu við vanlíðanina, halda sér gangandi svo það gerist ekki: Ef ég fæ mér einhver örvandi efni þá er ég með ... fullt af plönum og plottum í gangi ... eins og ég sé ‘kallinn’ ... síðan á endanum þá líður mér bara illa og næ ekki að halda mér gangandi ... ég er svo búinn á því í líkamanum. Æskan Viðmælendur lýstu erfiðum uppvaxtarárum og sögðu vanlíðan, geðraskanir og áföll hafa háð þeim. Erfið tímabil heima. Aðstæður viðmælenda í æsku voru mismunandi en sameiginlegur þráður var að hafa glímt við erfið tímabil og aðstæður heima. Margir ólust upp með öðru foreldri en stund- um var stjúpforeldri inni í myndinni. Erfiðleika mátti oftast rekja til vanrækslu uppeldisaðila og algengt var að einhver á heimilinu glímdi við vímuefnavanda eða geðrænan vanda sem hafði áhrif á samskipti innan heimilisins. Þá höfðu viðmælendur upplifað áföll, meðal annars tengd ofbeldi. Jón segist ekki hafa upplifað öryggi í æsku, „ekki neins staðar“. Hann hafi upplifað óþægilega tilfinningu inni í sjálfum sér og ótta gagnvart lífinu. Tanja ólst mest upp hjá móður sinni og stjúpföður og segir uppeldið hafa verið „raskað ... og rosa- lega strangt”. Stjúpfaðirinn „samþykkti mig aldrei ... æskan mín er mótuð út frá því“. Hann hafi beitt hana miklu andlegu ofbeldi og náð að sannfæra móðir hennar sem var ótrúlega blind á hann, um að „ég væri bara geðveik”. Á endanum flutti hún til ömmu sinnar 11 ára. Út á við hafi heimilislífið litið út sem „fyrirmyndarheimili ... við vorum bara að þykjast vera ... ótrúlega flott fjölskylda“. Arna bjó einnig hjá móður og stjúpföður sem barn. Hún segir uppeldið hafa verið „alkóhólískt“. Á hverju kvöldi hafi verið mikið fyllerí og hún hafi „lært að vera hlýðin af því annars varð bara allt brjálað”. Þessar aðstæður hafi mótað líf hennar og hún væri sannfærð um að líf hennar hefði þróast á annan veg ef uppeldisaðstæður hefðu verið aðrar. Margrét sagði að á yngri árum hafi hún átt „fullkomna foreldra, flott heimili, þú veist aldrei þurft að lifa við neitt óvenjulegt“. Síðan hafi orðið viðsnúningur á heimilinu við 10 ára aldurinn þegar eldri bróðir hennar fór í fíkniefnaneyslu og var með mikla tölvufíkn. Hann glímdi við „reiði- vandamál“ og lét það bitna á henni þannig að hún var „stressuð að koma heim úr skólanum“. For- eldrar hennar hafi hins vegar ekki vitað af neyslu bróðurins. Hún sagði að þrátt fyrir ákveðna reglu á heimilinu, hafi vantað mörk eða samstöðu foreldranna um þau. Skúli ólst upp hjá einstæðri móður og var faðirinn aldrei til staðar. Á tímabili bjó kærasti móður með þeim en hann var veikur á geði, móðir hans í námi og „mjög bissí“. Bróðir hans var jafnframt mjög veikur og heimilislífið einkenndist af rifrildum. Að auki var „svolítið krefjandi að vita að við ættum aldrei bót fyrir boruna á okkur”. Lára ólst upp hjá báðum foreldrum fram að 6 ára aldri. Ástandið á heimilinu var ekki eins og best var á kosið vegna alkóhólisma föður hennar og foreldrar hennar skildu vegna þessa. Eftir skilnaðinn hafi mamma hennar „byrjað að djamma mikið“ og drykkjan farið „út í öfgar ... hún vann alla virka daga en drakk föstudag til sunnudags“. Þetta hafi þýtt að hún var ekki heima heilu sólarhringana. Gísli sagði aðstæður á heimili sínu hafa verið erfiðar. Faðir hans og bróðir hafi glímt við geðræna erfiðleika sem hafi haft áhrif á æskuna: Pabbi er rosalega þunglyndur og tekur ... það svolítið út á okkur á heimilinu ... og bróðir minn var ... mjög veikur á geði og hann er eldri en ég og ég fékk svona ekki þá athygli sem ég þurfti sem barn ... og maður var alltaf tiplandi á tánum í kringum hann [og] í kringum pabba líka.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.