Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Page 54

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Page 54
„Límdu saman heiminn minn“: Ábyrgð stjórnvalda á að tryggja börnum og ungmennum velferðarþjónustu 54 .. Hann sagði atvik frá því hann var 12 ára sitja í sér. Bræður hans hafi lent í rifrildi sem endaði með að annar bróðirinn fer með hníf upp að elsta bróðurnum. Hann hafi við það orðið hræddur og öskrað sem olli því að bróðirinn fór með hnífinn að hálsi hans. Móðir hans hafi skorist í leikinn og hann grátbeðið hana að hringja ekki á lögguna, hann hafi ekki viljað að bræður hans lentu í vandræðum. Sara ræddi vanrækslu móður sinnar sem hafi sett ábyrgð og kröfur á hana sem hún hafi hvorki haft þroska né aldur til þess að ráða við. Hún hafi séð um heimilið frá því hún var fjögurra ára og ef eitthvað fór úrskeiðis heima hafi mamma hennar kennt henni um það. Helgi sagði móður sína hafa fengið fæðingarþunglyndi eftir að hann kom í heiminn. Það hafi ekki gerst með systkini hans og heyra mátti að hann upplifði þetta sem höfnun af hálfu móður sinnar. Systir hans hafi gengið honum í móðurstað en þegar hún flutti að heiman hafi hann orðið í „50. sæti“ á heimilinu. Fjölskylda hans hafi nú alfarið hafnað honum. Elías sagðist hafa alist upp hjá einstæðri móður og „þegar hún var ekki að vinna ... þá var hún bara mjög góð“. Heimilislífið hafi hins vegar ekki verið „stabílt“ og hann hafi deilt herbergi í upp- vextinum með bróður í vímuefnaneyslu. Áskoranir í skólagöngunni. Allir viðmælendur upplifðu erfiðleika í skólagöngunni sem ýttu undir vanlíðan og áttu þátt í að þau hættu að sinna náminu. Vanlíðan vegna heimilisaðstæðna hafi jafnframt háð skólagöngunni. Bæði Arna og Lára sögðust hafa rætt um heimilisástandið í skólanum en það hafi vantað að bregðast við, „hafa meira inngrip ... tilkynna það til Barnaverndar”. Arna sagði hlutina hafa verið erfiðir ... mér var alltaf illt í maganum ... oft hjá hjúkrunarfræðingnum og talaði við hana um að ég væri hrædd um pabba minn, en í rauninni var mamma mín líka hluti af vandamálinu en ég þorði aldrei að segja það við neinn að mamma mín væri eins og hún var. Viðmælendur lögðu áherslu á að skort hafi stuðning og úrræði vegna námserfiðleika í skólanum. Siggi sagði að stór hluti hans námserfiðleika tengist lestrarerfiðleikum. Hann hafi verið 9 ára þegar hann fór að lesa og hafi þá verið langt á eftir samnemendum: Mér gekk bara ekki rassgat ... Var aldrei settur í sérkennslu og fékk ekki auka- hjálp eða jú einu sinni eina önn og þá gekk geðveikt vel þannig að ég fékk ekki hjálp næstu önn ... missti áhugann á því að læra mjög snemma. Jón sagðist hafa verið „tossi ... var samt ekki í sérkennslu“. Hann hafi því reynt að vera rekinn heim, „braut dót og gerði vesen”. Hann segist sjá núna að skólinn hefði átt að bregðast öðruvísi við. Viðmælendur sögðust snemma hafa byrjað að skrópa í skólanum. Þau hafi komist upp með það sem endaði með brottfalli úr námi. Helgi sagðist hafa verið „tossinn í skólanum ... eini sem var í neyslu“. Sara sagði skólagönguna hafa verið glataða og henni liðið mjög illa. Upplifunin hafi verið að „enginn pældi í neinu“ og hún hafi ekki haft neinn til að leita til. Elías sagðist hafa byrjað að misnota lyfin við athyglisbresti sínum og þau þá verið tekin af honum. Við það hafi gengið enn verr í skólanum. Hann hafi þó fengið einhverja „sérkennslu ... [því] frænka mín var yfir sérkennslunni”. Meirihluti hópsins varð fyrir einelti í skóla og það sat í þeim að enginn hafi komið þeim til bjargar, hvorki skólinn né fjölskyldan. Eineltið stóð jafnvel alla skólagönguna án þess að gripið væri inn í og stundum var foreldrum ekki gert viðvart. Jón sagði kennarann sinn einnig hafa lagt sig í einelti. Viðbrögð Jóns, Elíasar og Sigga voru að herða sig, taka þetta „út í ofbeldi ... á annað hvort systkinum ... eða þeim sem lögðu í einelti“. Elías sagði bróður sinn hafa „kennt honum að ... standa í fæturna og slást á móti“. Siggi sagði eineltið loksins hafa hætt þegar hann fór í neyslu, krakkarnir hafi þá hugsað „hey pössum okkur á þessum ... þá átti ég líka vini sem ég vissi að gætu stútað þeim”. Glíman við vanlíðan. Vanlíðan háði viðmælendum sem börnum og erfiðleikar heima og í skól- anum ýttu undir hana. Flestir voru með ADHD greiningu og strákarnir sögðu að vanlíðanin hafi brotist út sem reiði og ofbeldi. Stelpurnar töluðu meira um þunglyndi, kvíða og áföll. Margrét var
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.