Íslenska þjóðfélagið


Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Qupperneq 92

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Qupperneq 92
Skólaþjónusta sveitarfélaga við nemendur og foreldra: Stefna, skipulag og inntak 92 .. þekking starfsfólks ráði mestu um áherslur innan skólaþjónustunnar og einungis fimmtungur var henni fremur eða mjög ósammála. Ferli greininga og ráðgjafar Í viðtölum kom fram að þegar skólaþjónustan tekur að sér stuðning við nemendur og foreldra vegna ýmiss konar vanda nemenda sé yfirleitt brugðist við með formlegri greiningu og skilafundi þar sem greiningaraðilinn fer yfir stöðu barnsins með foreldrum, kennara eða kennurum og öðrum sem að málinu koma innan skólans. Í kjölfarið er leitast við að styðja starfsfólk skólanna og veita leiðsögn um hvernig megi vinna öðruvísi eða betur að málefnum barnsins. Oftast einskorðast þessi leiðsögn þó við skilafundi og aðra fundi sem haldnir eru til eftirfylgni en í sumum tilvikum virtust starfs- hættir þó hafa færst aðeins í þá átt að leiðsögn væri veitt á vettvangi kennslunnar. Þetta var staðfest í spurningakönnun. Í viðtölum var einnig nefnt að sálfræðingar séu farnir að vinna meira inni í skólunum með fræðslu og talað um að slíkt gagnist betur en hin klíníska vinna. Af viðtölunum að dæma virðist þó sem þessi ráðgjöf taki á sig mismunandi myndir í leikskólum og grunnskólum og mikill munur á svörum leik- skólastjóra og grunnskólastjóra um ýmsa þætti ráðgjafar bendir til hins sama. Í máli viðmælenda í fjórum tilvikanna kom fram að oft gengi betur að vinna að umbótum og eftirfylgd greininga í leikskól- anum; andrúmsloftið væri jákvæðara og léttara, meiri sveigjanleiki meðal bæði kennara og skólastjórn- enda, og starfsfólk leikskóla væri lausnamiðaðra og viljugra til að prófa að fara eftir ráðum ráðgjafa en starfsfólk grunnskóla. Í grunnskólunum virðist ráðgjöfin fremur beinast að vanda tiltekins nemanda en nemendahópsins á vettvangi skólastarfs. Einn sérkennsluráðgjafanna orðaði þetta svona í viðtali: Ég held að það sé alveg skýrt með leikskólana, það hefur verið einhvern veginn skýr- ara … þannig að það er svona kannski pínu einfaldara og léttara andrúmsloft þó að það sé náttúrulega verið að gera alla hluti … er svona pínu meiri sveigjanleiki í öllu í leikskólanum … Mér finnst, sko, grunnskólinn vera … svona pínu stífari … Og málin í grunnskólanum eru oft bara ótrúlega flókin og komin oft í einhvern ægilegan hnút … Þá er þetta kannski svo flókið mál að það er einhvern veginn enginn sem getur nákvæmlega gert eitthvað en það þarf samt að finna lausnir og leiðir … þá er kannski svona pínu að þeir vilji að við gerum eitthvað, komum með einhvern töfrasprota. Í viðtölunum við starfsfólk skólaþjónustu kom fram að það taldi að kennarar annars vegar og skóla- þjónustan hins vegar hefðu mismunandi sýn á tilgang og markmið ráðgjafar og mismunandi vænt- ingar til hennar. Flestir viðmælendur innan skólaþjónustunnar nefndu að gerð væri krafa til skóla- þjónustunnar um að kippa hlutum í lag, eða eins og einn fræðslustjóranna sagði: „Þeir setji það bara svo út fyrir þröskuldinn hjá sér ... það kemur einhver og lagar þetta mál fyrir mig.“ Þetta var hins vegar ekki skilningur viðmælenda innan skólaþjónustunnar á hlutverki sínu og í öllum tilvikunum sögðust viðmælendur vilja veita ráðgjöf og stuðning vegna einstakra nemenda í ríkari mæli inni í skólum undir skólamiðuðum frekar en klínískum formerkjum sem kennarar þyrftu síðan að leggja vinnu í að útfæra. Þeir glímdu hins vegar við það að kennarar færu ekki endilega eftir ráðgjöfinni. Einn viðmælandi orðaði það þannig að þótt ítrekað væri farið yfir þær aðgerðir og úrræði sem þeir mæltu með á fundum með kennurum leiddi það oft ekki til þeirra breytinga á umhverfi nemandans sem ætlast væri til. Þannig væri að mati aðila innan skólaþjónustunnar verið að veita ráðgjöf sem kennurum fannst ekki vera ráðgjöf, heldur fyndist þeim að ráðgjafarnir segðu bara sömu hlutina aftur og aftur án þess að hjálpa þeim raunverulega. Misjafnt er hvernig stuðningi við foreldra er háttað en svo virðist sem aukin meðvitund sé um mikilvægi hans, ekki síst til að draga úr þörf á greiningum og íhlutun innan skóla. Í þessu sambandi kom fram í mörgum viðtölum áhersla á að hafa samstarf við foreldra og að taka aukið mið af sjónar- miðum þeirra þegar þjónustan væri ákveðin. Í sumum sveitarfélögum er komin löng reynsla á ýmis uppeldisnámskeið fyrir foreldra og víða boðið upp á einstaklings- og hópafræðslu fyrir foreldra barna með hegðunarvanda. Svör í spurningakönnuninni sýna hins vegar að ekki virðist vera mikil
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.