Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 7
2. tbl. 97. árg. 2021 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 7 Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fékk öflugan liðsmann til sín á dögunum þegar Jón Tryggvi Jóhannsson, 56 ára Siglfirðingur, hóf störf hjá félaginu. Jón Tryggvi er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands, MS í mannauðsstjórnun frá sama háskóla og skellti sér einnig í nám í markþjálfun. Jón Tryggvi er stoltur af sínum heimabæ Siglufirði og segist hafa alist þar upp í fullkomnu frelsi en hann hefur búið í Reykjavík frá menntaskólaaldri. Lengst af, eða í 17 ár, starfaði hann sem lögfræðingur hjá Lífeyrissjóði verkfræðinga. Jón Tryggvi er þó ekki að koma beint frá Lífeyrissjóðnum því hann starfaði sem mannauðsstjóri og launafulltrúi á Sólheimum í Grímsnesi í rúm tvö ár áður en hann hóf störf hjá Fíh. Hann segir nýja starfið vera draumastarfið; ,,ekki spurning, þetta er draumurinn. Nýja starfið leggst vel í mig og ég kem inn í frábæran hóp starfsmanna hjá félaginu,“ segir hann hress í bragði en þá leikur okkur forvitni á að heyra hvernig draumaferðalagið væri, vegna þess að núna er sumar og sól og frí framundan: ,, Ég væri mikið til í að ferðast um landið á flottum húsbíl. Það heillar mig líka mikið að heimsækja Ítalíu og Slóveníu,“ svarar hann sólbrúnn og sæll. Nýr sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs Auðbjörg Reynisdóttir, hjúkrunarfræðingur, skrifaði bók sem kom út á þessu ári og ber heitið Banvæn mistök í íslenska heilbrigðiskerfinu. Hvernig lifir móðir af slíkan missi? Bókin er saga Auðbjargar og aftan á kápu bókarinnar segir: Móðir segir frá lífi og dauða sonar síns en röð mistaka á bráðamóttöku barna skilur eftir lærdóm sem enginn má láta framhjá sér fara. Saga fyrir alla sem vilja tryggja öryggi sjúklinga. Hér er um líf og dauða að tefla. 70 ára afmælisráðstefna Krabbameinsfélags Íslands fer fram fimmtudaginn 26. ágúst í Háskólanum í Reykjavík. Á ráðstefnunni sem stendur yfir frá klukkan16:30 til 20:30 verður fjallað um krabbamein á Íslandi í víðu samhengi, með hliðsjón af markmiðum Krabbameinsfélagsins um að fækka þeim sem fá krabbamein, fjölga þeim sem lifa og bæta lífsgæði sjúklinga og aðstandenda. Til umfjöllunar verður meðal annars staða mála hér á landi, áskoranir og nýjar leiðir og reynsla sjúklinga af greiningu og meðferð. Þátttaka er ókeypis og léttar veitingar verða í boði. Áhugasamir geta skráð sig á heimasíðu Krabbameinsfélagsins. Saga Jóels sögð af móður hans Afmælisráðstefna: Krabbamein á Íslandi árið 2021 - horft til framtíðar Héðan og þaðan Hjúkrun í 100 ár, var titill sýningar sem var haldin í Árbæjarsafni sumarið 2019. Sýningin var hluti af hátíðardagskrá í tilefni af 100 ára afmæli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og áherslan var á sögu hjúkrunar í samhengi við breytingar á stöðu kynjanna og þróunar í tækni og vísindum, frá byrjun 20. aldar og til dagsins í dag. Á sýningunni voru sögulegir munir og öllu var svo pakkað niður að henni lokinni. En á dögunum mættu hressar í húsnæði Fíh þær Bergdís Kristjánsdóttir og Ingbjörg Pálmadóttir, sem voru í sýningarnefndinni, til þess að fara í gegnum gersemar frá sýningunni; gamlar nælur, myndir og muni, bækur, prófskírteini og spítalaföt frá löngu liðnum tímum. Ritstýran var svo heppin að hitta þær í salnum og eftir skemmtilegt spjall fékk ég leyfi til að taka nokkrar myndir fyrir Tímaritið sem gleðja vonandi. Gersemar og sögulegir munir í húsnæði Fíh Hjúkrunarfræðingur í ritstjórninni pantaði sér stuðningssokka frá Compression Socks World sem eru litríkari en flestir sokkar sem veita stuðning. Þeir eru svo góðir að við urðum að láta ykkur vita af þeim! Hér er síðan compressionsocksworld.com Texti og myndir: Sigríður Elín Héðan og þaðan
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.